Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Allt fram til ársins 2006 var flóamarkaður á haustmánuðum fastur liður við fjáröflun Engeyjar og undanfarin ár hefur pennasala fyrir Krabbameinsfélagið orðið fastur liður. Fjölmargar aðrar fjáröflunarleiðir hafa verið reyndar má sem dæmi nefna rækjusölu, útgáfu mataruppskrifta, köku- og brauðbasara, afmælisdagatöl, skyggnilýsingafundi og hagyrðingakvöld.
Getið skal sérstaklega tveggja velheppnaðra fjáraflana. Í janúar 1996 var Engey boðið í sjónvarpsþátt Hemma Gunn Happ í hendi og var Katrín Árnadóttir einróma kosin til að vera þar keppandi af hálfu klúbbsins. Katrín stóð sig þar með miklum ágætum og vann þar 110.000 kr. sem runnu beint í líknarsjóð klúbbsins. Miðað við verðlag í dag væri þessi fjárhæð 225.000 kr. Þá voru þann 22. mars 2007 haldnir vel heppnaðir tónleikar í Salnum í Kópavogi undir nafninu Gleðistund í góðum tilgangi til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands til kaupa á brjóstaómtæki. Hagnaður af tónleikunum var 1,2 miljónir kr. Í tilefni tónleikahaldsins voru klúbbnum veitt menningarverðlaun umdæmisins.