Ólafur Már Björnsson augnlæknir sýnir mynd úr augnbotnamyndavélinni.
Föstudaginn 1.oktober 2021 var opnuð augnlækningastofa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Risastórt verkefni sem Lkl. Vestmannaeyja stóð fyrir með aðstoð nokkurra Lionsklúbba af fastalandinu auk 50 fyrirtækja og félagasamtaka í Vestmannaeyjum. 12 milljónir króna jöfnunarframlag Alþjóðahjálparsjóðs Lions (Lions Clubs Internationl Foundation) rak svo smiðshöggið á fjármögnun verkefnisins. Tækin sem keypt voru, komu öll nema eitt frá sama framleiðanda sem gerir það að verkum að þau eru öll að vinna á sama forriti sem auðveldar alla úrvinnslu. Tækin eru sjónsviðsmælir, sneiðmyndatæki, raufarlampi, augnbotnamyndvél og augnþrýstimælir. Það er Sjónlag augnlæknastöð sem mun veita þjónustu á þessari stöð. Einn af augnlæknum Sjónlags hafði orð á því að tækin væru það fullkomnasta sem til væri í heiminum í dag. Þeir hefðu til dæmis endurnýjað sýna augnbotnamyndvél fyrir 5 mánuðum en stæðu agndofa yfir gæðum þessarar vélar sem væri þó sama tegund og þeir væru með.
Þetta verkefni er þeim Lionsfélögum í Vestmannaeyjum til mikils sóma.
Ég vil þakka þeim fyrir vel þeim tekst að halda heiðri Lions á lofti. Ég vil líka þakka þeim þann heiður sem þeir sýndu mér með því að biðja mig um að afhenda gjöfina formlega.
Aðrir Lionsklúbbar sem tóku þátt í verkenfinu voru Lkl. Geysir Biskupstungum, Lkl. Skajldbreiður Grímsnesi, Lkl. Selfoss og Lkl. Víðarr Reykjavík.
Myndin eru fengin frá Óskari Pétri Friðrikssyni ritara og ljósmyndara Lkl. Vestmannaeyja.
Kristinn Hannesson LCIF stjóri 2018 - 2022