Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
8. maí s.l. hélt Lkl. Keflavíkur kynningarfund til öflunar nýrra félaga. Fundurinn var undirbúinn af núverandi stjórn undir forystu Skarphéðins Jónssonar formanns, í samvinnu við Rafn Benediktsson varaformann. Fjölgunarmál höfðu verið rædd í klúbbnum og voru félagar sammála um að leiðin fram væri að breyta klúbbnum í blandaðan klúbb. Auk þess hafði verið samþykkt að gera þyrfti átak núna í vor og með framhaldi í haust. Kynningarfundurinn var síðan auglýstur á Facebook í Keflavík auk þess sem félagar létu boð út ganga. Fundardagskrá var eftirfarandi: Axel Jónsson, fv. formaður Lkl. Keflavíkur, kynnti klúbbinn. Jón Pálmason, félagafulltrúi umdæmis 109 A, kynnti Lionshreyfinguna. Íris Bettý Alfreðsdóttir, formaður Lkl. Keilis á Vatnsleysuströnd, sagði frá starfi í blönduðum klúbbi en Keilir er blandaður klúbbur. Skarphéðinn formaður stjórnaði fundi.
Það er ánægjulegt frá því að segja, að fjölmenni var á fundinum, en 41 sátu fundinn. Þar af voru klúbbfélagar 16, annar eins hópur kom frá Lionessuklúbbi Keflavíkur og 8 aðrir gestir. Af þessum hópi skráðu 6 sig tilbúna til að kynna sér Lkl. Keflavíkur enn betur. Það verður gert í framhaldinu.
Á fundinum var borin upp sú spurning frá félaga í Lkl. Keflavíkur, hvort Lionessurnar vildu ekki sameinast Lionsklúbbnum. Nokkrar umræður urðu um það, án niðurstöðu.
Þessi fundur sýnir að hljómgrunnur er fyrir Lions í Keflavík, þátt fyrir ótal aðra möguleika þar í félagsmálum. Það myndi auk þess gera Lkl. Keflavíkur að nýjum kosti að vera blandaður, þar sem aðrir Lionsklúbbar í Reykjanesbæ eru ekki blandaðir.