Fjörgyn styrkir BUGL

att00001

Í janúar afhenti Lkl. Fjörgyn  Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss tvær bifreiðar til eignar.  Bifreiðarnar verða nýttar af starfsmönnum BUGL fyrir inniliggjandi börn og unglinga ásamt  vettvangsteymi göngudeildar.  Klúbburinn mun einnig veita árlegt fjárframlag til reksturs bífreiðanna næstu árin.  

N1 styrkir verkefnið með bensínúttekt og Sjóvá vegna trygginga á bifreiðunum.  Við sama tækifæri gaf klúbburinn skjávarpa og sýningartjald til þess að nota í samveruherbergi skjólstæðinga BUGL.