Frá Kaldá Hafnarfirði

 

Fréttir frá Kaldá Hafnarfirði

 

Starfið hjá okkur gengur vel, okkar árlega jólakortasala var á sínum stað og hafa margar listakonur lagt okkur lið við að gera kortin okkar falleg. Á aðventunni héldum við jólafund með gestum, heimsóttum sambýlin í Hafnarfirði og færðum heimilismönnum þar jólagjafir. Mörg undanfarin ár höfum við spilað bingó einu sinni í mánuði yfir vetrartímann með heimilisfólki á Hrafnistu Hafnarfirði. Þetta verkefni er unnið með Lkl. Ásbirni. Á Hrafnistu er okkur ávallt tekið með gleði og þakklæti en svona verkefni eru gefandi og skemmtilleg. Við styrkjum bæði félög og einstaklinga með fjárframlögum eins og kostur er.  Nýr Lionsfélagi bættist í hópinn í janúar Sesselja Guðrún Sigurðardóttir og fögnum við því. Við eigum von á Kristínu Þorfinnsdóttur umdæmisstjóra í heimsókn til okkar en það er mikils virði að fá embættismenn Lions í heimsókn og fá ferskar fréttir frá því sem er að gerast í Lionsheiminum.