Frá Lkl. Höfða

Það var Björn Þór Haraldsson sem á sínum tíma kom með hugmyndina um að selja síld og voru sumir klúbbfélagar frekar tregir í taumi í þessu máli og töldu þetta algjörlega vonlausa fjáröflun.

En Björn gaf sig hvergi og  hefur sá ágæti maður séð um að pakka og selja síldina að stórum hluta, þó aðrir félagar hafi  reynt af veikum mætti að rétta honum hjálparhönd.

Hfi1aa
Bjarni form.  afhendir Birni Þór viðurkenningu

Á seinustu árum hefur Snæbjörn Guðbjartsson verið aðstoðarmaður Björns í síldinni, en við höfum  aðstöðu í fiskverkunarhúsi Grafaróss hér á Hofsósi og færum við þeim bræðrum Jóni Helga og Þorgils sem eiga þetta fyrirtækið bestu þakkir fyrir afnot af húsnæðinu. Áður nutum við góðvildar ráðamanna Hraðfrystihússins hér á Hofsósi meðan það var og hét.

Á lokafundinum veitti form. Höfða Bjarni P. Maronsson  Birni viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu klúbbsins og verður honum seint fullþökkuð öll sú vinna sem hann hefur lagt á sig fyrir okkar ágæta félagsskap.