Frá Lkl. Húsavíkur

Lionsklúbbur Húsavíkur bauð íbúum Norður-Þingeyjarsýslu upp á ókeypis blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu dagana 11. des  15., 16. og 17. febrúar og 28.apríl sl. í samtarfi við starfsfólk heilsugæslustöðvanna á Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Mývatnssveit og Þingeyjasveit. Einnig var boðið upp á fræðsluerindi um sykursýki sem Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur sá um.

Maeling

Hér er verið að undirbúa mælingu.(þetta gæti verið stór hættulegt, eða það sýnist mér)

Þátttaka var mjög góð á öllum stöðum og var fólk ánægt með þetta góða framtak og ekki skemmdi nú fyrir að boðið var upp á kaffi og með því að loknum mælingum .

Öllum sem reyndust vera of háir í blóðþrýstingi og/eða sykri var ráðlagt eftirlit á heilsugæslustöð. Á þriðja tug greindust með háþrýsting sem þurfti meðhöndlunar við og tveir hafa nú þegar fengið greininguna sykursýki og í einu tilviki var sjúkdómurinn á háu stigi. Átak LIONS manna og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hefur því skilað miklu til samfélagsins forvarnarlega séð og framhaldsmeðferð mun án efa bæta lífsgæði þeirra sem greindust með háan blóðsykur og háþrýsting.