Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Harðfisksala á kosningadaginn 2009. Guðjón Arnar fyrrum alþingismaður smakkar á framleiðslunni.
Lionsklúbbur Ísafjarðar var stofnaður 25. júní 1957. Stofnendur voru 29 talsins. Helsti hvatamaður að stofnun klúbbsins var Matthías Bjarnason bóksali og framkvæmdastjóri Djúpbátsins, síðar alþingismaður og ráðherra.
Á 50 ára afmæli klúbbsins árið 2007 gáfum við út veglegt afmælisrit með fjölda mynda og greina úr starfi klúbbsins. Sama vor tóku klúbbfélagar sig til og fóru í utanlandsreisu til Parísar ásamt mökum.
Árið 2009 náði klúbburinn því að allir meðlimir hans höfðu hlotið Melvin Jones viðurkenningu og fjölmenntum við á Melvin Jones hátíð í Kópavogi þann vetur í tilefni áfangans.
Nú eru 18 félagar í klúbbnum, sem heldur reglulega fundi yfir veturinn annan og fjórða hvern þriðjudag á Hótel Ísafirði kl. 19.30.
Lionsklúbburinn færir leikskólum bæjarins peningagjöf fyrir hver jól.
Helsta fjáröflun klúbbsins síðustu ár hefur verið sala á kæstri skötu og hertum harðfiski og á klúbburinn marga trygga viðskiptavini sem kunna að meta hágæða vestfirska framleiðslu.