Ágætu Lionsfélagar.
Einkunnarorð Joe Preston alþjóðaforseta eru Styrkjum liðsheildina. Ég hvet ykkur til að taka þau til ykkar og fylgja þeim. Hér nýjunar sem styrkja liðsheildina:
Opið hús fyrsta föstudag í mánuði kl.12-13.
Þann 3. október kl.12-13 verður Opið hús í Lionsheimilinu. Boðið upp á kaffi og kleinur. Upplagt að kíkja við og hitta mann og annan. Rabba saman eða ræða málin, kannski taka í spil. Koma við á skrifstofunni og versla. Með því að hittast styrkjum við liðsheildina.
Handbók umdæmisstjórna A og B
Í handbókinni eru upplýsingar um báðar umdæmisstjórnirnar, starfslýsingar og aðrar mikilvægar upplýsingar. Þannig veit Lionsfélagi hvað hann er að taka að sér og veit hvað hinir eru að gera. Lögð er áhersla á að embættismenn í fjölumdæmi og umdæmum, sem eru að sinna sama málaflokki, starfi saman í vinnuteymi.
Sá sem býður sig fram í embætti innan Lions og veit ekki út á hvað það gengur, þarf ekki að hafa áhyggjur. Það er fullt af Lionsfélögum sem eru tilbúnir að leggja lið. Með því að vinna saman styrkjum við liðsheildina.
Spurningar og svör
1.Er gaman á klúbbfundum? Ef til vill er kominn tími til að gera einhverjar breytingar, t.d. hafa fundarstjóra, annan en formanninn.
2. Hvenær gekk nýr félagi í klúbbinn þinn? Fjölgun gerist venjulega ekki af sjálfu sér. Skemmtilegir og drífandi klúbbar draga að sér nýja félaga.
3.Ætlar þinn klúbbur að taka þátt í sameiginlegum verkefnum Lions? Sjónvernd í október, sykursýkismælingar í nóvember
. Mundu viðburðadagatalið.
4.Langar þig að fara á námskeið sem Lions býður upp á í vetur? Kannski er kominn tími til að drífa sig á námskeið. Ég get lofað þér því að það verður gaman!
5.Hefur þú boðið einhverjum að ganga í Lions? Bjóddu einum. Þetta er eitt auðveldasta verkefni sem þú getur tekið þátt í innan Lions.
6.Er klúbburinn þinn með heimasíðu eða Facebook síðu? Stofnaðu Facebook-síðu og auglýstu viðburði klúbbsins og þau verkefn sem eru í gangi.
7.Ert þú stolt/ur af þínum Lionsklúbbi? Skrifaðu í fréttablöð og komdu klúbbnum á framfæri í fjölmiðlum. Verum stolt af Lions.
Það er eitt mjög mikilvægt sem ég hef lært í Lions: Ef ég hef tekið að mér embætti þá á ég ekki að bíða eftir að einhver segi mér að fara af stað. Ég tek af skarið. Öll höfum við tækifæri til þess að taka frumkvæði og láta eitthvað gerast. Taktu af skarið.
Einar Þórðar, umdæmisstjóri 109 A