Frábærir ljósmyndarar 2011

Íslenska ljósmyndin kemst alltaf í almanakið sem Alþjóðasamband Lions gefur út árlega til styrktar LCIF – Alþjóðahjálparsjóði Lions.

Í almanakinu eru bestu myndirnar úr alþjóðlegu ljósmyndakeppni Lions “Myndir úr náttúrunni”. Mánuðir ársins, vikudagarnir og Lionsviðburðir eru skráðir á 11 tungumálum. Íslenska myndin ,,Austfjarðaþokan” prýðir aprílmánuð, en hún er eftir Ómar Bogason, Lkl. Seyðisfjarðar. Við óskum Ómari og Seyðisfirðingum hjartanlega til hamingju.

Lionsalmanak

1200 kr. fyrir flott almanak – Glæsilega gjöf!

Lionsfélagar eru hvattir til að kaupa almanakið og styrkja LCIF. Lionsklúbbar geta gefið gestum og

velunnurum sínum almanakið (t.d í staðinn fyrir klúbbfána). Í því felst góð kynning á Lions og stuðningur við alþjóðlegt hjálparstarf Lions. Við erum stolt af því að íslensk mynd prýðir almanakið þriðja árið í röð og við þökkum Ómari kærlega fyrir framlagið til LCIF.

1200 kr. fyrir flott almanak – Glæsilega gjöf!