Frábært Villimannakvöld Lkl. Geysis í Aratungu

Lionsklúbburinn Geysir stóð fyrir Villimannakvöldið 21 febrúar.  Gleðin var haldin í Aratungu og var það rómur þeirra sem nutu, að samkoma þessi hafi verið hin skemmtilegasta.

Geysir_7236

Þetta var mót 170 Lionsmanna, sem eru félagar úr Lionsklúbbum af Suðurlandi, Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og af Akranesi. Að auki mættu nokkrir vinir og vandamenn Lionsmanna og tilvonandi Lionsmenn. Þetta er í fjórða sinn sem klúbburinn heldur Villimannakvöld og hefur umfang farið vaxandi ár frá ári.  Þar er ævinlega etið saltað hrossaket og hrossabjúgu með uppstúf. Að þessu sinni var Guðni Ágústsson fyrrum ráðherra veislustjóri. Ræðumaður var Sigurjón Jónsson frá Skollagróf. Þeir piltar fóru báðir á kostum og reyndi mjög hláturtaugar og þindar veislugesta. Hefðu menn haft saumnálar við hönd hefði mátt heyra þær detta. Auk þess flutti Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup ,,minni hrossa“ í því fólst meðal annars fróðleikur um hrossaketsát og afleiðingar af því á fyrri öldum. Karlakór Hreppamanna flutti nokkur lög og dregið var um allmarga vinninga í happdrætti.

Geysir_7212

Geysir_4820Geysir_4834
Fordrykkur að hætti heimamanna, Villamannkvöldið sett.

Geysir_7258
Veislustjóri Guðni Ágústsson býður upp kassa með lífsvökva.

Geysir_4852Geysir_4844

Ræðumaður kvöldsins Sigurjón Jóns-
son frá Skollagróf

Fjölumdæmisst. Benjamín Jóseps-
sonfærir formanni Lkl Geysi fána sinn

Geysir_4849

Yfirvillimenn, stjórn Lkl. Geysis og fyrrum umdæmisstjóri Kristófer komnir í forláta Lionspeysur sem Lkl. Kópavogs færði þeim.

Geysir_4854Geysir_4857
Atgangur við útdrátt í happadrættinu.  Það lá við að ýmis húsbúnaður færi í vinninga.

Geysir_4837Geysir_7200Nógur matur var að vanda, saltað hrossaket, og hrossabjúgu.  Meðlæti af bestu gerð.