Framboð á umdæmis- og fjölumdæmisþingum 2013

Benjamín Jósefsson til embætti fjölumdæmisstjóra

BenniBenjamín fæddist á Akureyri 27. mars 1961, en hefur búið á Akranesi síðan, fyrir utan rúmlega tveggja ára búsetu í Ólafsfirði og um tíma á höfuðborgarsvæðinu. Benjamín gekk til liðs við Lionsklúbb Akraness í nóvember 1995, og hefur síðan verið ritari tvisvar sinnum, formaður tvisvar sinnum og gjaldkeri tvisvar sinnum. Þá hefur hann séð um uppgjör á reikningum klúbbsins síðan árið 2001. Hann hefur gegnt formannsstarfi í fjáröflunarnefnd, ferðanefnd, skemmtinefnd og íþróttanefnd. Þá var hann formaður þingnefndar Lionsklúbbanna á Akranesi sem sáu um þingið 2006. Auk þessa hefur hann starfað sem almennur nefndarmaður í þessum nefndum auk þess að vera í stjórn Líknarsjóðs. Benjamín var svæðisstjóri á Akranes-Borgarnessvæðinu starfsárið 2005-2006, sama starfsár var hann umdæmisritari og ritari í stjórn Lionsklúbbs Akraness. Starfsárið 2007 – 2008 hlaut hann viðurkenningu heimsforseta fyrir störf sín í þágu Sight First II verkefnisins. Í desember 2007 var Benjamín útnefndur Melvin Jones félagi af Lionsklúbbi Akraness. Umdæmisstjóri 109B 2010 – 2011. GMT stjóri 2011 – 2012.

Árni B. Hjaltason til embættis umdæmisstjóra 109 A

Arni_Hjaltason_aÁrni er félagi í Lkl. Njarðvíkur þar sem hann hefur meðal annars verið formaður. Hann var svæðisstjóri og umhverfisfulltrúi 2008 – 2009. Árni er varaumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Árna er Hafdís Friðriksdóttir

Þorkell Cýrusson til embættis umdæmisstjóra 109 B

ThorkellÞorkell er félagi í Lkl. Búðardals en var áður í Lkl. Nesþinga Hellissandi. Í báðum þessum klúbbum hefur hann gegnt flestum þeim embættum sem til er að dreifa. Hann var svæðisstjóri 2001 – 2002, í forsvari fyrir unglingabúðir á Snæfellsnesinu, verkefnisstjóri á svæðinu fyrir Campaign SightFirst II söfnunarátakinu. Annar varaumdæmisstjóri 2011 – 2012. Eiginkona Þorkels, Sigfríð Andradóttir er félagi í Lkl. Búðardals. Til gamans má geta þess að þau hjón eru í hópi örfárra þar sem bæði hjónin uppfylla öll skilyrði til að vera umdæmisstjórar.

Framboð til embættis varaumfjölumdæmisstjóra:

Þar eru tvö í framboði Guðmundur Helgi Gunnarsson Lkl. Fjörgyn og Tryggvi Kristjánsson Lkl. Dalvíkur.

 

Guðmundur Helgi Gunnarsson

GumundurHGunnarssonLionsklúbburinn Fjörgyn býður fram Guðmund Helga Gunnarsson til embættis vara fjölumdæmisstjóra MD 109 starfsárið 2013-2014.
Guðmundur Helgi fæddist í Reykjavík þann 22. sept. 1947 og ólst upp í Langholtshverfinu og gekk í Langholts og Vogaskóla. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði vorið 1969 og meistaranámi í faginu árið 1976.
Guðmundur Helgi hefur frá námslokum starfað í byggingariðnaði á einn eða annan hátt sem smiður, verkstjóri, byggingarstjóri, þjónustustjóri og nú síðast sem verkefnisstjóri lengst af hjá Ármannsfelli, Íslenskum aðalverktökum og nú hjá ÍAV Fasteignaþjónustu. Á árunum 1982-1993 var Guðmundur Helgi í sjálfstæðum rekstri í byggingariðnaði í félagi við aðra.
Eiginkona Guðmundar Helga er Hrund Hjaltadóttir grunnskólakennari. Hún er stofnfélagi í L.kl. Fold. Hún hefur tvívegis verið formaður í klúbbnum og gengt ýmsum embættum í umdæmi 109 B og fjölumdæmi MD 109. Hún er fyrrverandi umdæmis-og fjölumdæmisstjóri.
Guðmundur Helgi gekk til liðs við Lionsklúbbinn Fjörgyn vorið 2000 eftir að hafa þekkt vel til Lionshreyfingarinnar í 10 ár þar sem hann fylgdist með og tók þátt í störfum Hrundar sem umdæmis og fjölumdæmisstjóri 1999-2001 og kynntist þannig starfi hreyfingarinnar á alþjóðavísu í gegnum Lionsstarf maka síns. Hann hefur sótt þrenn alþjóðaþing og fjölmörg NSR þing, (Norræna samstarfsráð Lions) bæði sem maki og umdæmisstjóri.
Í klúbbnum sínum Fjörgyn hefur hann m.a. verið ritari 2002-2003, formaður klúbbsins tvisvar 2005-2006 og aftur 2008-2009. Guðmundur hlaut Melvin Jones viðurkenningu frá klúbbnum árið 2007, þá hlaut hann Club President Excellence Award árið 2010. Guðmundur Helgi var í Leiðtogaskóla Lions í Munaðarnesi 2002.

Störf fyrir umdæmi og fjölumdæmi

Guðmundur Helgi sat í byggingarnefnd fjölumdæmisins á árunum 2001-2003 þar sem fjallað var um húsnæðismál hreyfingarinnar m.a. hvort selja ætti Lionsheimilið í Sóltúni eða ráðast í endurbætur og einnig í úthlutunarnefnd Rauðufjaðrarsjóðsins 2004. Hann starfaði í þingnefnd fjölumdæmisþings 2008. Guðmundur Helgi var fræðslustjóri frá 2009-2011 og síðar sem vara / umdæmisstjóri 109 A. Guðmundur Helgi annaðist kennslu í ritaraskóla Lionshreyfingarinnar á árunum 2004-2009 og 2011.
Guðmundur Helgi hefur starfað í umdæmisstjórnum beggja umdæma, fyrst sem LCIF-og Medic Alert fulltrúi í umdæmisstjórn 109B 2006-2007, LCIF fulltrúi 2007-2008, fræðslufulltrúi 2008-2009. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur frá árinu 2009 tilheyrt umdæmi 109 A og var Guðmundur Helgi umdæmisritari/ gjaldkeri starfsárin 2009 – 2011 og síðar umdæmisstjóri.
Þau hjón hafa starfað af heilum hug fyrir Lionshreyfinguna í yfir 20 ár en þau eiga líka frábæra fjölskyldu, þrjá syni og tengdadætur sem eiga samtals 9 börn  og nú hefur einn ættliður bæst við því fyrsta langafa barnið er fætt. Þau þurfa hins vegar að ferðast til Norðurlandanna til að leika sér með meiri hluta barnabarnanna því tveir sonanna búa á Norðurlöndunum en þar sem þau hjón hafa yndi af ferðalögum þá fylgir því bara gleði. En eins og þau segja sjálf þá eru þau svo lánssöm að eiga yngsta soninn með sína fjölskyldu í nágrenninu. Þau hafa líka mikla ánægju af því að ferðast um landið okkar þvert og endilangt í góðra vina hóp, bæði akandi og gangandi.
Kæru Lionsfélagar Guðmundur Helgi býður enn á ný fram starfskrafta sína fyrir Lionshreyfinguna og gerir það með mestu ánægju og telur að hann eigi fullt erindi í starf varafjölumdæmisstjóra fyrir næsta starfsár.

Með Lionskveðju Lionsklúbburinn Fjörgyn.

Tryggvi Kristjánsson

Tryggvi_KrTryggvi Kristjánsson er fæddur á Akureyri 24. mars 1970. En hann hefur alla tíð búið á Dalvík, ólst upp í litlu samfélagi þar sem allir þekktu alla og var svo lengi vel. En eftir að grunnskóla lauk hóf hann störf hjá KEA og vann þar um nokkurt skeið, hann fór svo í vinnuvélanámskeið og var hjá Dalvíkurbæ og svo verktökum í allnokkur ár. Svo eftir að hann tók meirapróf og rútupróf hóf hann störf hjá SBA-Norðurleið eða um 1995 og starfar við akstur með ferðamenn á sumrin, en á veturna á skíðasvæðinu á Dalvík. Að frátöldu 1993 er hann var við vinnu í Danmörku og Þýskalandi Eiginkona Tryggva er Hólmfríður Guðrún Skúladóttir frá Akureyri og eiga þau tvö börn, Skúla Lórenz 1996 og Valgerði Fríði 2010 . Tryggvi gékk í Lionsklúbb Dalvíkur 1997 og hefur gegnt stöðu gjaldkera 1999-2000 og svo formaður 2007-2008 og svo aftur 2009-2011. Þá hefur hann verið í flestum nefndum og var t.d. formaður vorkomunefndar oftar enn einu sinni‚ en þar var á ferðinni menningarhátíð sem klúbburinn stóð fyrir. Umdæmisstjóri í umdæmi 109B árið 2012 – 2013.

Einar Þórðarson til embættis varaumdæmisstjóra 109A

einar_thorarEinar er stofnfélagi í Lkl. Fjörgyn, hefur gegnt flestum embættum innan klúbbsins, m.a. verið formaður tvisvar. Hann og klúbbur hans stóðu að baki áskorun um breytingu á fyrirkomulagi unglingabúða Lions hér á Íslandi1997. Hann var í undirbúningsnefnd unglingabúðanna og búðastjóri fyrstu búðanna sumarið 1999 á Laugarvatni. Þarna var brotið blað í sögu unglingaskipta Lions á Íslandi og eru slíkar búðir búnar að sanna gildi sitt. Hann var svæðisstjóri 1998-1999, unglingamálastóri 1999-2002, fjölumdæmisþingstjóri á 50 ára afmælisþingi Lions, umdæmisstjóri 109B 2003-2004, í úthlutunarnefnd Rauðrar fjaðrar, félagastjóri, verkefnastjóri MERL - félagafjölgun, sjónverndarfulltrúi 109A 2011-2012 og í Rauðufjaðrarnefnd 2011-2012. Tók þátt í stofnun Lkl. Skagastrandar og Lkl. Úlfari. Kennari í Leiðtogaskóla Lions. Þátttaka í alþjóðasamstarfi, m.a. leiðtogaskóla Lions og Evrópuþing í Portúgal, NSR þing á Álandseyjum, Noregi og í Reykjavík, á alþjóðaþingi Lions í Denver, í norrænu MERL teymi, fulltrúi Íslands á fjölumdæmisþingi Danmerkur. Einar var tilnefndur Melvin Jones félagi 1996 og 2005. Einar er kerfisfræðingur að mennt. Eiginkona hans er Bergljót Jóhannsdóttir í Lkl. Fold og eiga þau 3 uppkomin börn.

Ingimundur Guðberg Andrésson til embættis varaumdæmisstjóra 109B

IngimundurIngimundur Guðberg er fæddur þann 20. júlí 1948 í Tálknafirði. Eftir að barnaskóla lauk lá leiðin í Vélskóla Íslands þar sem hann lauk burtfararprófi vorið 1970. Þá tók við nám í vélvirkjun í Vélsmiðju Tálknafjarðar sem lauk með sveinsprófi veturinn 1973.
Hann hóf störf hjá Rafveitu Patrekshrepps í janúar 1973 þar sem hann lærði rafvirkjun og tók sveinspróf 1976. Er Orkubú Vestfjarða var stofnað og tók til starfa 1978 starfaði hann þar og starfar enn sem vélstjóri og rafvirki, nær óslitið að undanskildum tveim og hálfu ári sem hann starfaði við kennslu og sem hafnarvörður í Vesturbyggð.
Ingimundur gekk í Lionsklúbb Patreksfjarðar í janúar 1977 hann var gjaldkeri klúbbsins starfsárið 1980-1981 en 1984 tók hann sér hlé í Lionshreyfingunni. Hann kom aftur í Lionsklúbb Patreksfjarðar veturinn 2003. Var ritari starfsárin 2003-2004 og 2004-2005, formaður klúbbsins starfsárið 2005 – 2006, Svæðisstjóri svæðis 4 í 109 B starfsárið 2010 til 2011.
Ingimundur hefur setið nokkur þing hreyfingarinnar og haustið 2003 fór hann í Leiðtogaskóla Lions í Munaðarnesi.
Ingimundur er kvæntur Sigurjónu Kristófersdóttur þau eiga þrjú uppkomin börn og 8 barnabörn.

Jón Pálmason til embættis 2. varaumdæmisstjóra 109A

Jn_Plmason_8700sLionsklúbburinn Víðarr býður fram til embættis annars varaumdæmisstjóra í umdæmi 109A, klúbbfélaga sinn Jón Pálmason rafmagnsverkfræðing. Jón hefur verið í klúbbnum síðan 1. apríl 2002, var ritari 2004-2005 og hann gegndi formennsku í klúbbnum 2011 - 2012 og hefur gegnt flestum öðrum embættum í klúbbnum. Auk þess hefur hann gegnt stöðu netstjóra undanfarin 3 ár. Jón hefur tekið að sér að gegna starfi svæðisstjóra á svæði 8 næsta starfsár í umdæmi 109A. Eiginkona Jóns er Marianne S. Nielsen og eiga þau 3 börn.

 

Stefán Árnason til embættis 2. varaumdæmisstjóra 109B

Stefan_Arnason-1Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður fram félaga klúbbsins Stefán Árnason til að gegna embætti annars varaumdæmisstjóra umdæmis 109 B starfsárið 2013 - 2014.
Við teljum hann vel undirbúinn fyrir þetta embætti enda hefur hann mikla reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Lkl. Vitaðsgjafa þar sem hann hefur verið félagi síðan 1993.
Á þeim tíma hefur hann gegnt flestum þeim embættum sem til er að dreifa í Lionsklúbbi og meðal annars verið formaður klúbbsins tvisvar. Stefán var svæðisstjóri á svæði 6 2009 – 2010 og GMT fulltrúi 2010 – 2011. Stefán lauk miðskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og hefur lengst af síðan unnið ýmiss skrifstofustörf. Hann hefur frá árinu 1991 verið skrifstofustjóri hjá Eyjafjarðarsveit og setið í ýmsum nefndum og stjórnum fyrir sveitarfélagið. Stefán lauk námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá HÍ 2001. Auk þess hefur hann sótt ýmis námskeið tengd starfi sínu hjá Eyjafjarðarsveit.
Stefán er kvæntur Vöku Jónsdóttur, iðnrekstrarfræðingi og eiga þau tvær uppkomnar dætur.

Bjarnveig Ingvadóttir

Bjarnveig Ingvadóttir sem kynnti framboð sitt til annars varaumdæmisstjóra í umdæmi 109 B í apríl Lionsblaðinu, hefur dregið framboð sitt til baka.

Kristín Þorfinnsdóttir til embættis fjölumdæmisritara

kristnKristín Þorfinnsdóttir félagi í Lionsklúbbnum Emblu á Selfossi býður sig fram sem fjölumdæmisritara starfsárið 2013-2014.

Kristín er fædd 21. Maí 1958 og gekk til liðs við Lionshreyfinguna árið 1998. Hún hefur gengt störfum gjaldkera, og formanns tvisvar sinnum og setið í ýmsum nefndum klúbbsins. Hún gengdi starfi umdæmisritara í A umdæmi á starfsárunum 2005 til 2006. Kristín hefur starfað í umdæmisstjórn og fjölumdæmisráði í nokkur ár. Hún var umdæmisstjóri í A umdæmi 2010 til 2011, hlaut viðurkenningu alþjóðaforseta 2012 og einnig Melvin Jones viðurkenningu.
Kristín býr í Hafnarfirði og er eiginmaður hennar Kristinn Pálsson

Daníel Þórarinsson til formanns Kjaransorðunefndar:

Passamynd_DDaníel gerðist félagi í Lkl. Nirði í Reykjavík í mars 1977. Hann hefur gengt öllum helstu embættum í klúbbnum, m.a. verið formaður tvisvar árin 1980-81 og 1999-2000.

Daníel var svæðisstjóri í umdæmisstjóratíð Þórðar H. Jónssonar 1984-1985, varaumdæmisstjóri í umdæmi 109-A starfsárið 1987-1988, umdæmisstjóri 109-A 1988-1989 og síðan fjölumdæmisstjóri 1990-1991.

Formaður söfnunarnefndar Rauðrar Fjaðrar 1998-2000 þegar safnað var sameiginlega á Norðurlöndum til málefna aldraðra. Sat jafnframt í samnorrænu söfnunarstjórninni.

Daníel er þrefaldur MJ félagi.

Guðjón Jónsson til formanns Hjálparsjóð Lionsfjölumdæmis 109

gudjon_JonssonGuðjón Jónsson félagi í Lionsklúbbi Seltjarnarnes býður sig fram sem formaður Hjálparsjóð Lionsfjölumdæmis 109

Guðjón er fæddur 12.maí 1945 gekk í Lionsklúbb Kópavogs 1966 og var yngsti Lionsmaður á landinu a.m. næstu fimm árin þar á eftir.Einn af stofnendum Lionsklúbbs Seltjarnarnes 1983 hafði þá einnig starfað í Lk. Fjölni. Hann hefur gengt öllum helstu embættum í Lionsklúbbum  sínum m.a. öllum stjórnarembættum tvisvar auk stýrt flestum nefndum.

Guðjón hefur verið svæðisstjóri, Fjölumdæmisgjaldkeri 1994-1995 og 1995-1996.

Verið leiðbeinandi á námskeiðum Gjaldkera 1996- 2012.Var gjaldkeri söfnunarnefnd Rauðrar Fjaðra 1998-2000. Situr í stjórn MediCalert  fyrir hönd Lionshreyfingarinnar. Hefur hlotið Viðurkenningar Melvin Jones.