Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Fram eru komin allmörg framboð til embætta í yfirstjórn Lionshreyfingarinnar. Í eftirfarandi er listi yfir framboðin.
Árni er félagi í Lkl. Hæng Akureyri þar sem hann hefur gegnt öllum þeim embættum sem til er að dreifa.
Hann var svæðisstjóri 1996 - 1997, umdæmisstjóri 2008 - 2009 ungmennaverkefnastjóri 2009 - 2010, LCIF þróunarfulltrúi 2009 - 2012 og varafjölumdæmisstjóri 2010 - 2011.
Eiginkona Árna, Gerður Jónsdóttir er félagi í Lkl. Ösp Akureyri.
Kristinn er félagi í Lkl. Hveragerði þar sem hann hefur gegnt öllum þeim embættum sem til er að dreifa.
Hann var svæðisstjóri 1990 1991 og umdæmisstjóri 1999 2000. Hann hefur verið viðloðandi umdæmisstjórnir öðru hvoru síðan þá og var meðal annars verkefnisstjóri umdæmisins í Campaign SightFirst II söfnunarátakinu.
Eiginkona Kristins er Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir
Kristófer er félagi í Lkl. Geysi Biskupstungum þar sem hann hefur gegnt flestum embættum.
Hann var svæðisstjóri 2008 2009, annar varaumdæmisstóri 2009 2010 og er núna fyrsti varaumdæmisstjóri. Auk þess hefur hann verið GMT fulltrúi á sínu svæði síðan 2009.
Eiginkona Kristófers, Sigrún Jóna Sigurðardóttir er félagi í Lkl. Árdísir Selfossi.
Guðmundur er félagi í Lkl. Fjörgyn Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars verið formaður og oftar en einu sinni í stjórn. Guðmundur er annar varaumdæmisstjóri núna auk þess að vera umdæmisritari og fræðslustjóri fjölumdæmisins.
Eiginkona Guðmundar, Hrund Hjaltadóttir er félagi í Lkl Fold Reykjavík.
Árni er félagi í Lkl. Njarðvíkur þar sem hann hefur meðal annars verið formaður.
Hann var svæðisstjóri og umhverfisfulltrúi 2008 2009.
Eiginkona Árna er Hafdís Friðriksdóttir
Bjarney er félagi í Lkl. Rán Ólafsvík þar sem hún hefur meðal annars verið formaður og oftar en einu sinni í stjórn. Hún var svæðisstjóri 2008 2009 og er nú fyrsti varaumdæmisstjóri.
Eiginmaður Bjarneyjar er Jón Þór Lúðvíksson.
Tryggvi er félagi í Lkl. Dalvíkur þar sem hann hefur gegnt flestum embættum og meðal annars verið formaur oftar en einu sinni.
Eiginkona Tryggva, Hólmfríður Guðrún Skúladóttir er félagi í Lkl. Sunnu Dalvík.
Þorkell er félagi í Lkl. Búðardals en var áður í Lkl. Nesþinga ´Hellissandi. Í báðum þessum klúbbum hefur hann gegnt festum þeim embættum sem til er að dreifa. Hann var svæðisstjóri 2001 2002, í forsvari fyrir unglingabúðir á Snæfellsnesinu, verkefnisstjóri á svæðinu fyrir Campaign SightFirst II söfnunarátakinu.
Eiginkona Þorkels, Sigfríð Andradóttir er félagi í Lkl. Búðardals.
Til gamans má geta þess að þau hjón eru í hópi örfárra þar sem bæði hjónin uppfylla öll skilyrði til að verða umdæmisstjórar.
Pálmi er félagi í Lkl. Garði þar sem hann hefur gegnt öllum embættum og flestum þeirra oftar en einu sinni. Hann hefur tvisvar verið svæðisstjóri, 1998 1999 og 2004 2005, útbreiðslustjóri 2003 - 2006 og verkefnastjóri sjónverndarátaksins á svæði 5 í A umdæminu 2006 - 2009. Umdæmisstjóri A 2001 2002, fjölumdæmisstjóri 2002 2003 og unglingaskiptastjóri 2009 2011.
Sambýliskona Pálma er Sigríður Sigurhansdóttir.