Fréttir frá 60 ára afmælisnefnd

Kröftugt og sýnilegt starf okkar er sérlega merkilegt. Við hvetjum klúbbana til að vera sýnilegir á starfsárinu. BLÓÐSYKURMÆLINGAR tókust vel í 28 Lionsklúbbum í 109 A. Verkefninu var vel tekið og íbúar voru ánægðir með framtakið. 
Vidarrsmenn_planta_trjam
Félagar í Lkl. Víðarri að planta trjám í haust.
Trjáplöntun er í gangi og munu norskir Lionsfélagar gefa veglegan styrk til trjáplöntunar hérlendis. Keypt verða tré og unglingar okkar munu planta þeim. Land er fengið til að planta þeim. Við erum að sækja um styrki til ýmissa aðilja til að planta fleiri trjám. Trjáplöntunarátak
 alþjóðaforseta hefur tekist með afbrigðum vel og nú þegar er búið að planta 5.2 milljónum trjáplantna á heimsvísu. MARKMIÐ HANS VAR 1.3 MILLJÓNIR. Nefnd til að rita sögu okkar frá 40-60 ára er komin vel á legg og vonandi lýkur því starfi 2013. Sögu Lions verðum við að halda vel til haga.
 
NÁMSTEFNUR verða alla vegana 2 á þessu starfsári. 1. Alsheimer námstefnu aftur í minningu Þórunnar Gestsdóttur. 2.Ofþyngd, ofita forvarnir hvað getum við gert ? Nefndin vill eindregið bjóða upp á slíkar námstefnur á landsbyggðinni. Fjölumdæmisþing okkar  2012 sem er haldið 19.-22. apríl  í Reykjavík,verður sérlega veglegt. Þar verður afmælisins minnst á viðeigandi hátt. Við hvetjum ykkur félagar góðir að koma með hugmyndir vera sýnilegir og reyna að fjölga félögum.
Gangi ykkur vel
 Jón Bjarni Þorsteinsson.