Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Sæl öll kæru Lionsfélagar.
Okkur í framkvæmdanefnd Friðarveggspjaldasamkeppni Lions á Íslandi langar að upplýsa ykkur um að nú hafa 14 grunnskólar víðs vegar um landið og jafnmargir Lionsklúbbar, staðfest þátttöku sína í verkefninu. Þema verkefnisins fyrir árið 2021-2022 er "We Are All Connected" eða "Við erum öll tengd".
Á tímum heimsfaraldurs fögnum við öllu sem tengir okkur saman, tengir okkur hvort öðru, samfélaginu og okkur öll, hvar sem við erum í heiminum.
Á þessu ári bjóðum við ungu fólki að sjá fyrir sér, kanna og tjá sig sjónrænt um þessar tengingar. Við viljum taka fram að ennþá er möguleiki fyrir skóla að tilkynna þátttöku.
Skilafrestur á myndunum er 10. nóvember 2021 til þess Lionsklúbbs sem er tengiliður viðkomandi skóla.
Bestu kveðjur
Hrund Hjaltadóttir Lkl. Fold
Jórunn Guðmundsdóttir Lkl. Ýr