Fullt var út að dyrum á tónleikum í Hveragerðiskirkju

Tonleikaraa

Lionsklúbbur Hveragerðis  stóð fyrir mjög vel heppnuðum tónleikum  í Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 2.  nóvember.  Fullt var út að dyrum, en tónleikarnir voru til styrktar baráttu gegn einelti í samstarfi við samtökin  Liðsmenn Jerico . ( Landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda ).   www.jerico.is
Á tónleikunum koma  fram Ragnheiður Gröndal , Páll Rósinkranz,  Magnús Þór Sigmundsson og  barnakór úr grunnskóla Hveragerðis  .  Allir sem að tónleikunum standa gefa vinnu sína og rennur miðverð óskipt til málefnissins.