Nýkominn af frábærum fundi í Muninn og búinn að setja inn myndir frá fundinum
inn í myndasafnið. Til fundarins var boðið félögum úr Lkl. Seltjarnarnes og nokkrir félagar tóku með sér gesti. Að loknum málsverði tók ágætur Lionsmaður, Níels Árni Lund til máls og flutti og söng ýmis gamanmál á sinn frjálslega hátt og skellihlógu gestir fundarins hvað eftir annað. Aldeilis gaman að því. Síðan komu ýmis málefni klúbbanna, m.a. söfnun vegna hamfaranna í Japan og framlög í LCIF sjóð Lionshreyfingarinnar vegna þeirra. Fram kom að báðir klúbbarnir myndu gefa 1.000 dollara í söfnunina af þessu tilefni. Fleiri upplýsingar voru gefnar um væntanlega tónleika KK í Salnum í Kópavogi, til styrkta Foreldrahúsi Vímulausrar æsku. Fundurinn tókst sem sagt frábærlega og stóð til kl. 22:00 og væntanlega hafa allir farið glaðir í sinni til síns heima.
Myndirnar eru hér !