Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Hvað gerir Lions fyrir mig? Eins og ég sé Lions þá er starfið og öll umgjörðin meira og minna þjálfun í lífsleikni sem gerir mig sem persónu færari í að leggja þeim lið sem á því þurfa að halda.
Í gegnum Lionsstarfið fæ ég að koma að allskonar verkefnum sem geta verið frá einföldu fjáröflunarverkefni fyrir verðugu málefni upp í að vera meiri háttar framlag í formi vinnu sem tekur yfir marga mánuði. Í gegnum Lions fæ ég að vera þátttakandi í hjálparstarfi um allan heim í gegnum aðþjóðahjálparsjóð Lions.
Þessi reynsla sem Lions getur boðið mér uppá er ómetanleg og ef þetta er ekki eitthvað sem er endurgjöf þá veit ég ekki hvað það er. Svo er það aðalmálið sem er að hver og einn uppsker eins og hann sáir, ef maður leggur sig ekki fram um að taka áskorun fyrir sjálfan sig til uppbyggingar þá gerist ekkert. Ég sé ekki eftir einni mínútu sem fer í Lionsstarfið, það er verðugt að leggja öðrum lið og það er gaman í Lions.
Guðmundur Oddgeirsson, félagi í Lionsklúbbi Þorlákshafnar og fyrrum umdæmisstjóri umdæmis 190A.