Hæg fjölgun í LIONS í austur Evrópu

Norsk_frett2
Í Klimovitchi standa fyrrum Lionsklúbbar fyrir stærstu talentkeppni meðal barna.

Eftir Einar Lyngar

Þýtt og endursagt af Þór Steinarssyni, fjölmdæmisritara

Lionshreyfingin breiðist hægt og örugglega út í Austur-Evrópu en mismunur er milli landa. Á Balkanskaganum er mikil aukning en mjög hæg í Rússlandi og flestum gömlu Sovétlýðveldunum. Eistland var fyrst af baltnesku löndunum að stofna eigið umdæmi og mikill vöxtur er í Litháen en í Lettlandi er hægur vöxtur. Skortur á góðum leiðtogum er ein af orsökum þess að útbreiðsla Lions gengur hægt.

Lionshreyfingin breiðist hægt og örugglega út í Austur-Evrópu en mismunur er milli landa. Á Balkanskaganum er mikil aukning en mjög hæg í Rússlandi og flestum gömlu Sovétlýðveldunum. Eistland var fyrst af baltnesku löndunum að stofna eigið umdæmi og mikill vöxtur er í Litháen en í Lettlandi er hægur vöxtur. Skortur á góðum leiðtogum er ein af orsökum þess að útbreiðsla Lions gengur hægt.

Norskir Lionsklúbbar hafa stutt við stofnun Lionsklúbba í gömlu Austur-Evrópu. Sérstaklega í Hvíta-Rússlandi og Litháen. Íslenskir Lionsklúbbar hafa hingað til ekki beitt sér fyrir stofnun Linsklúbba í gömlu Svétríkjunum. Í Hvíta Rússlandi hafa yfirvöld bæði lagt hindranir í veg fyrir stofnun klúbba en þó samþykkt að Lions stofni klúbba í landinu. Í Minsk var opnuð fjölskyldumiðstöð með stuðningi NSR. Framkvæmdastjóri hennar Andreij Turovet sagði í samtali að vegna verðbólgu væri kaupmáttur launa hans nú einn þriðji miðað við síðastliðið ár. Matarverð hækkar en laun eru fryst.

Lionsklúbbar mega ekki hafa bankareikninga

Fyrir marga íbúa Hvíta Rússlands er 40 USD árgjald allt of hátt. Sérstaklega þar sem klúbbar mega ekki hafa bankareikninga eða hafa fjáraflanir. Þegar Lionsfélagar greiða árgjaldið til LCI þurfa þeir að greiða 50% þókun til bankans. Þetta er fyrir flesta ein mánaðarlaun. Margir vilja vera í Lions en hafa alls ekki efni á því.

„Falskir“ Lionsklúbbar

Margir Lionsklúbbar í Hvíta Rússlandi hafa því hætt formlegri Lionsstarfsemi en halda áfram ýmsum verkefnum í anda Lions og nota Lionsfánann sem kennileiti í verkefnunum.

Vantrú

Í Hvíta-Rússland kerfjast yfirvöld þess að klúbbarnir tilkynni mánaðarlega að hverju þeir starfi. Einnig eiga klúbbarnir að hafa eigin skirfstofu sem ekki má vera til húsa heima hjá Lionsfélögunum. Yfirvöld líta oft við á skrifstofum klúbbanna til að yfirfara pappíra. Yfirvöld samþykkja heldur ekki árleg stjórnarskipti og heimila ekki starfsheitið „president“ þar sem aðeins er einn slíkur í landinu.

Norsk_frett
Í fyrra var opnað fjölskyldumiðstöð fyrir börn með krabbamein í Hvíta-Rússlandi. Yfirvöld lokuðu miðstöðinni daginn eftir opnunina vegna deilna um gas og rafmagn. Gert var ráð fyrir að opna aftur um síðustu jól. Með þátttöku í NSR hafa íslenskir Lionsfélagar stutt við fjölskyldumiðstöðina. Þar starfa um 30 sálfræðingar við aðhlynningu barna og fjölskyldna þeirra.

Yfirvöld hafa því aðeins viljað ræða við fyrsta svæðisstjórann, Slava Sherba i LC Minsk Central. Hann hefur því virkað sem leiðtogi Lions gagnvart yfirvöldum í 12 ár.

Vöxtur í nágrannaríkjum Hvíta-Rússlands

Í grannríkinu Úkranía er ekki sama vantrú á Lions. Í iðnaðarhéraðinu við Donetsk fjölgar klúbbum. Í Kiev hefur í mörg ár verið klúbbur með vestrænu viðskiptafólki. Þeir eru mjög virkir og eru m.a. á Facebook, Kyiv Lions Club.

Norsk_frett1
Lionsklúbbar í Belarus fara oft í lautarferð.

Í Litháen sem er vestan við Hvíta-Rússland fjölgar klúbbum hratt og eru orðnir yfir 30. Þeir fá mikinn stuðning frá norskum Lionsklúbbum.

562 Lionsklúbbar í Austur-Evrópu

Í dag eru 12600 Lionsfélagar í 562 Lionsklúbbum í Austur-Evrópu. Í heildina er aukning milli ára sem stafar af mikilli aukningu á nokkrum svæðum en annars staðar er samdráttur. Á leiðtogaskóla Lions fyrir Austur-Evrópu sem haldinn var í Vín sögðu margir leiðtogar að aukin harka LCI í innheimtu félagsgjalda væri ógn við fjölgun Lionsfélaga í Austur-Evrópu.

Lág laun í Austur-Evrópu gera erfitt fyrir að finna efnaða einstaklinga með áhuga á samfélagsmálum eða vilja leggja samfélaginu lið.

Bæði Moldova, Georgia, Lettland, Rússland, Armenia, Hvíta- Rússland og önnur lönd sögðu að aukin krafa um greiðslu gjalda leiddi til þess að klúbbar væru teknir af skrá og kostnaðurinn við að endurvekja klúbba væri of hár.

Mörg lönd sögðu erfitt að finna félaga sem væru tilbúnir til að vera leiðtogar. Skortur á leiðtogaskólum var einnig nefndur. Rætt var um möguleikann á aukinni samvinnu milli landa í Austur-Evrópu. Í framhaldinu sammæltust Ukranía og Hvíta-Rússland um að halda leiðtoganámskeið í Kiev í mars 2013.

Í Austur-Evrópu eru mörg krefjandi verkefni framundan fyrir Lions sérstaklega þar sem þau eru ekki vön alþjóðlegum samstarfsaðilum. En reynslan sýnir að með áhugasömum leiðtogum er hægt að ná góðum árangri. Hér má benda á lönd eins og Eistland, Litháen, Makedonía, Slóvenía og Króatía.

Facebook

Stöðug aukning er á klúbbum sem nýta sér Facebook. Virkustu klúbbarnir eru Kyiv LC í Úkraníu og LC Svetlogorsk í Hvíta-Rússlandi. Lions club Belarus hefur einnig eigin síðu.

Klúbburinn í Kíev sýnir bæði myndir og myndbönd frá sínu starfi.

Rússneska sem Lions-tungumál

Ein af ástæðunum fyrir því að erfitt er að finna Lionsfélaga í Austur- Evróðu er tungumálahindranir. Rússneska er ekki opinbert Lions tungumál á svæði þar sem fáir yfir 40 ára aldri tala annað tungumál.

Lyngar varpaði framm þessu atriði á leiðtoganámskeiði í Vín og óskaði eftir því að alþjóðastjórn Lions skoðaði málið. Sama erindi var beint til alþjóðastjórnar á Evrópuforum í Brussel án þess að svar kæmi frá alþjóðastjórn.

PID Janez Bohoric (Slovenia) kvaðst myndu ræða þetta en var ekki vongóður á að rússneska yrði opinbert Lions tungumál þar sem fjöldi Lionsfélaga í Austur-Evrópu væri ekki nægilega mikill.

Jos Vink frá Hollandi benti á að tímabært væri að hætta með sænsku og finsku sem opinber Lions tungumál þar sem allir í þeim löndum kynnu ensku. Nota ætti fjármuni til að innleiða rússnesku í staðinn. Um 300 milljónir einstaklinga tala rússnesku. Þar væri mikill möguleiki á fjölgun Lionsklúbba.