Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
1st Lions World Song Festival for the Blind
Fyrsta alþjóðlega söngvakeppni Lions fyrir blinda Hljómar frá hjartanu er haldin í Kraká í Pólland dagana 18.-20. nóvember 2013. Markmið með keppninni er að auka skilning á vanda blindra og sjónskertra, í samræmi við markmið Lions um sjónvernd. Samkeppnin er ætluð hæfileikaríku tónlistarfólki, sem eru blint eða sjónskert. Tilgangurinn er að gefa þessu tónlistarfólki nýjan vettvang til að koma list sinni á framfæri og skapa þeim ný tækifæri.
Hér syngur Haraldur sig inn í hjörtu áhorfenda.
Lionsklúbburinn Perlan í Reykjavík er skipuð blindum og sjónskertum félögum, en þau hafa mikinn áhuga á þessu metnaðarfulla verkefni. Þau ákváðu að taka þátt í keppninni og sendu lag á DVD diski, með lagi og ljóði eftir Harald Gunnar Hjálmarsson, en hann söng og lék á flest hljóðfærin sjálfur. Lag Haraldar Story from a Park var samþykkt í keppnina, hann er því einn af 27 keppendum frá 10 löndum.
Haraldur og Guðrún Björt |
Haraldur Gunnar Hjálmarsson fór til Krakow 17. nóvember ásamt stuðningsliði, sem eru þau Guðrún Björt (Lions), Halla (mamma), Þórarinn (bróðir) og Bára (mágkona). Jacek Legendziewicz aðalskipuleggjandi keppninnar tók á móti okkur á fugvellinum , en hann hefur sýnt okkur einstaka gestrisni og velvild, eins og allir sem að keppninni standa.
Hljómsveitin sem leikur undir er skipuð 15 manna strengjasveit frá Sinfoiettu Krakow, ásamt þremur poppurum, sem léku á hljómborð, gítar og trommur. Tónlistarflutningur er mjög vandaður og fagmannlega staðið að öllu. Undankeppnin fór fram í Útvarpshúsi Kraká, en allt er kvikmyndað og verður gefin út DVD-diskur með keppninni.
Undankeppni var haldin 18. og 19. nóv. Mikil fjölbreytni er bæði varðandi keppnislögin og keppendur. Lögin eru allt frá poppi upp í óperur og söngvarar eru að sama skapi litríkir, á öllum aldri, söngstílum, sviðsframkomu og klæðnaði. Fyrri daginn voru 13 keppendur og voru lögin það kvöld í klassískari kantinum, vandaður flutningur og flottir söngvarar, allt frá létt klassík upp í óperuaríur. Seinna kvöldið sungu 14 söngvarar, en þá var léttari tónlist, fallegar melódíur, popp og rokk, einnig smá kántrí og í þjóðlaga stíl.
Haraldur Gunnar söng sína fallegu melódíu Story from a Park seinna kvöldið. Það er skemmst frá því að segja, að Haraldur Gunnar söng sig inn í hug og hjörtu áheyrenda, sem klöppuðu undir og fögnuðu ákaft í lokin. Hans flutningur var kraftmikill og fágaður, hljómsveitin útsetti og flutti lagið hans af mikilli snilld. Við Íslendingarnir vorum að rifna af stolti þvílík fagnaðarlæti, hann fékk klárlega fullt hús stiga frá áheyrendum.
Haraldur Gunnar okkar maður er kominn inn í 10 manna úrslit !!!
Svo er það fjölþjóðleg dómnefnd sem dæmir keppendur og er þeim mikill vandi á höndm, því hér eru á ferðinni hæfileikaríkt tónlistarfólk. Við bíðum spennt eftir úrslitunum sem verða í kvöld í Slowacki Theater í Kraká.
Guðrún Björt Yngvadóttir með fréttir frá Kraká.