Hefur þú hugleitt hvort klúbburinn þinn geti orðið fyrirmyndarklúbbur Lionshreyfingarinnar.

Lionsklúbbur getur sótt um að verða fyrirmyndarklúbbur Lions, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: 

  • Verkefni: Klúbburinn hafi sinnt a.m.k. þremur verkefnum, skráð og lýst á rafrænni verkefnaskýrslu LCI.
  • LCIF: Klúbburinn hafi greitt framlag til Alþjóðahjálparsjóðs Lions (engin lágmarksupphæð).
  • Félagamál: Félagafjölgun +1, eða hafa stofnað deild eða klúbb. Nýju félagarnir hafi farið á námskeið.
  • Fjármál: Allir félagar séu skuldlausir við Alþjóðasamband Lions - LCI.
  • Leiðtogaþjálfun: Embætti séu mönnuð; meirihluti embættismanna hafi sótt námskeið; klúbburinn hafi sótt svæðisfundi 
  • Kynningarstarf: Hafa kynnt verkefnin með fréttabréfi, t.d. í fjölmiðlum og/eða á samskiptamiðlum (t.d. Facebook).

Klúbbar eru hvattir til að setja sér það markmið að verða fyrirmyndarklúbbar og vinna að því allt starfsárið.

Framrskarandi_klbbur2

Umsóknarfrestur er til 30.sept. fyrir núverandi starfsár, en best er a sækja um í maí-júní - fyrir sumarfrí svo það gleymist ekki. Síðan þarf umdæmisstjóri að skrifa undir áður en umsóknin er send út.

Hér að neðan eru umsóknareyðiblöð til að sækja um að gerast fyrirmyndaklúbbur Lions.

Umsóknareyðublað (da1.pdf) til að sækja um viðurkenningu fyrir klúbba, og á vefsíðu LCI: http://www.lionsclubs.org/EN/common/pdfs/da1.pdf

Nánari leiðbeiningar sem birtust í Lionsblaðinu í nóvember 2012. >>>>>>>