Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Eitt af skemmtilegri verkefnum Engeyjar er árleg sunnudagsheimsókn í Hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Þá bjóðum við heimilisfólki ásamt gestum og starfsfólki upp á heimabakaðar kökur með eftirmiðdagskaffinu og gjarnan tónlistaratriði til skemmtunar. Hefur okkur verið tjáð að heimsóknarinnar sé alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu.
Engeyjarkonur við hlaðborðið
Sunnudaginn 12. febrúar sl. mættum við að venju, hlaðnar tertum, kökum og brauði, enda eru í hópi okkar snillingar í bakstri og tertugerð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Húnakórinn í Skógarbæ
Tónlistaratriðið að þessu sinni var Húnakórinn sem söng nokkur lög, íslensk og erlend við mikinn fögnuð viðstaddra.