Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Það eru orðin 39 ár frá því að ég gerðist Lionsmaður og kynntist þar með Lionsstarfinu. Maður var ungur og óreyndur í flestu er að félagsmálum laut. Gat varla staðið upp á fundi og kynnt sig, hvað þá að lesa upp kvæði, en það var siður á fundum hjá okkur. En þarna var maður kominn í stórgóðan félagsmálaskóla.
Eftir því sem árin liðu og maður tók meiri og meiri þátt í hinum ýmsu nefndar- og stjórnar störfum klúbbsins, þá óx kjarkurinn.
Sennilega var starf svæðisstjóra það sem fullkomnaði það að koma fram, vera í pontu og stjórna fundum þar sem maður þekkti ekki fólkið. Því segi ég það, venjið nýliðana strax á að standa upp þegar þeir þurfa að segja eitthvað meira en eina setningu, það hjálpar þeim seinna meir.
Við störfum talsvert í þeim anda að sælla sé að gefa en þyggja.
Ég hef samt ávalt litið svo á að Lions sé ekki endilega að gefa tæki, tól eða peninga, heldur erum við að afhenda þetta fyrir aðra sem vilja styrja góð málefni og nota Lions sem söfnunar staðinn. En segjum bara að það sé sama hvaðan gott kemur, Lionshreyfingin er frábær hjálparsamtök.
Lionsklúbbur Laugardals hóf störf 1972 með 22 félögum. Árið 2000 höfðu 60 menn komið þar við sögu en aðeins 11 voru þá eftir í klúbbnum, þar af 3 stofnendur. Í 10 ár, eða til 2010, þraukaði klúbburinn, enda einvala lið þó fáir væru.
En þá gerðist undrið, í nóvember komu 12 nýliðar í klúbbinn og í apríl koma svo 6. Flestir eru þetta ungir menn, fæddir og uppaldir í Laugardalnum svo margir af þeim þekkja klúbbstarfið frá sínum heimilum og úr ferðalögum og öðrum skemmtunum klúbbsins. Lionsmenn hafa líka komið til þeirra í skólann og fært þeim litabækur og endurskinsmerki.
Það sést því vel á þessu að það getur borgað sig að gera vel við börnin og það í nafni Lions, þau muna það, og vilja nú gera eins fyrir sín börn. Það er því skoðun mín að til þess að hjálpa öðrum sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda, þá er Lions rétti vettvangurinn, og þar fáum við líka andlegan kraft til að standa fyrir okkar málum.
Hilmar Einarsson
Lkl. Laugardals.