Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Á fundi í Lionsklúbbbnum Fold 10. apríl s.l. heiðruðu klúbbfélagar Hrund Hjaltadóttur eina af stofnfélögum klúbbsins með því að veita henni Kjaransorðuna en það er mesta viðurkenning sem íslenskum Lionsfélaga er veitt. Klúbbfélögum finnst Hrund Hjaltadóttir eiga slíka viðurkenningu skilið fyrir störf hennar fyrir Lionsklúbbinn Fold, umdæmis og fjölumdæmisstjórnir til margra ára t.d. sem umdæmisstjóri, fjölumdæmisstjóri og ýmis önnur störf fyrir Lionshreyfinguna á Íslandi. Foldarkonur eru stoltar yfir að hafa slíkan félaga í sínum röðum og fengu fjölumdæmisstjóra Árna B. Hjaltason til að afhenda viðurkenninguna.
Stjórn Lkl. Foldar