Hurðaskellir á jólaballi hjá Lkl. Ýr

Huraskellir_i_fullu_fjori
Hurðaskellir í fullu fjöri.

Þann 20.desember hélt Lionsklúbburinn Ýr Kópavogi í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barn jólaball. Lkl. Ýr sá um húsnæði Lionssalin í Auðbrekku og veitingar, var borðið hlaðið hnallþórum og öðru góðgæti sem gestir kunnu vel að meta og gerðu góð skil.

Séra Pálmi Matthíasson flutti börnunum jólahugvekju, Helga Möller og Magnús sáu um söng og undirspil og jólasveinninn hurðarskellir kom í heimsókn og gerði stormandi lukku.

Bornin_hlusta_a_jolahugvekju_sera_Palma
Börnin hlusta á jólahugvekju séra Pálma.

Formaður félagsins Rósa Guðbjartsdóttir þakkaði fyrir þann hlýhug í garð félagsins sem Ýrar konur sýndu þeim. Það mátti ekki á milli sjá hvort var glaðara börnin eða Ýrar konur.

Eins og kvenna er siður eru veitingar aldrei af skornum skammti og gátu Ýrar konur slegið upp annari veislu sem þær og gerðu en þann 21.desember héldu þær niður í kaffistofu Samhjálpar og slógu upp annari veislu við mikla gleði starfsmanna og gesta þar.