Húsvíkingar í blóðsykurmælingu 10. Des 2011

Ertu með sykursýki?

Lionsklúbbur Húsavíkur, í samvinnu við starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, buðu Húsvíkingum upp notalega og jafnframt gagnlega stund í húsakynnum sínum í gær.

Blod1
10. des yndislegt jóla veður

Þar buðu þeir upp á fría blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingu sem 125  manns þáðu.Að sögn Sigríðar Jónsdóttur yfirhjúkrunarfræðings hjá H.Þ reyndist blóðsykurinn minna áhyggjuefni en í fyrra og var aðeins tveimur ráðlagt að koma í nánari skoðun á heilsugæslustöðina. Athygli vakti hinsvegar að blóðþrýstingur var kominn á rautt ljós hjá 24 einstaklingum og var þeim ráðlagt eftirlit og greining hjá heimilislækni á þessu sjúkdómseinkenni.Starfsfólk heilsugæslunnar var fyrir þessa skimun búið að vekja athygli á enn einum áhættuþætti sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma sem er kviðfita og hvatti fólk til að mæla mittisummálið hjá sér.

Blod2
Skrifarar höfðu nóg að gera

Það er aukin áhætta hjá körlum sem mælast með meira en 102 cm. í mittismál og hjá konum sem mælast með meira en 88 cm. í mittisummál.

Sigríður segir það mikilvægt fyrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga að finna stuðning og velvilja þeirra sem nota þjónustuna og einnig frá fyrirtækjum og félagasamtökum. 

Blod5
Liðtækur gjaldkeri við  mælingu
Blod3 Blod4
Hér dugar ekkert nema dýralækni Árni við vöfflubakstur