EMILY DINÁ FANNARSDÓTTIR Var á meðal 23 ungmenna sem hlutu 500 dollara verðlaun í
alþjóðlegri friðarveggspjaldakeppni Lionshreyfingarinnar. Alls bárust 350 þúsund myndir í
keppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Ellefu ára listamaður og nemandi við Grunnskólann í Garði, Emily Diná Fannarsdóttir, tekur um helgina við 500 dollara peningaverðlaunum, sem eru jafnvirði rúmlega 63 þúsund íslenskra króna. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að hafa hafnað í einu af 23 efstu sætunum í alþjóðlegri friðarveggspjaldasamkeppni Lionshreyfingarinnar sem haldin er árlega fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 13 ára.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt ungmenni hlýtur viðurkenningu í samkeppninni, enda um mikinn fjölda að ræða sem tekur þátt árlega. Í heildina bárust Lionshreyfingunni í ár 350 þúsund myndir í samkeppninni.
Sjá alla fréttina á síðu 34 í Fréttablaðinu. >>>>>