Jólakort Emblu-kvenna 2011

Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, gefur út jólakort í fjórða,sinn fyrir þessi jól.

Embla_Mynd_2011_s

Listamaðurinn og Lionsfélagi í LKL Selfoss Jón Ingi Sigurmundsson  hefur lagt okkur lið eins og undanfarin ár með mynd sinni, sem er í þetta sinn af Auðnutittlingum, en áður hafa hrafninn og rjúpan prýtt kortin. Prentmet á Selfossi hefur séð um prentun kortanna.Allur ágóði sölunni rennur í líknarsjóð klúbbsins.   Lkl Embla hefur fyrir jólin styrkt Hjálparsjóð Selfosskirkju og Hjálparsjóð RKÍ hér á Selfossi, einnig hafa verið  styrkt fleiri verkefni í heimabyggð. Hægt er að fá jólakortin keypt hjá Emblufélögum, í Árvirkjabúðinni Selfossi, Guðnabakaríi, Snúð og Snældu og Heilsugæslu Selfoss, einnig voru klúbbkonur að selja í Kjarnanum laugardaginn 19.nóv. Salan hefur gengið mjög vel þetta ár, sem og undanfarin ár og þakkar Lionsklúbburinn Embla fyrir góðan stuðning fólks.

Lionsklúbburinn Embla