Konudagur í Garðabæ

Á konudaginn 20. febrúar 2011 var mikið um dýrðir í Vídalínskirkju í Garðabæ.  Konur sáu um þjónustu, predikun og tónlistarflutning í kirkjunni og Lionsklúbbur Garðabæjar (karlaklúbbur) og Lionsklúbburinn Eik í Garðabæ (kvennaklúbbur) mættu í safnaðarheimilið með harðsnúið lið.  Lionsklúbbarnir útbjuggu súpu og smurðu samlokuparta, sáu um framreiðsluna alla og gengu frá eftir matinn.  Það voru 255 kirkjugestir sem þáðu hádegisverð þennan dag en þetta var í þriðja sinn í vetur sem klúbbarnir í bænum unnu saman að slíku verkefni í kirkjunni.