Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Krakkarnir á Stuðlum hafa upplifað allskyns áföll á sinni stuttu ævi, brottrekstur úr grunnskólum og mörg með þroskafrávik eins og ofvirkni og fleira. Starfsfólkið vinnur þarna af æðruleysi við mjög erfiðar aðstæður dag hvern og lyftir oft grettistaki í aðstoð við börnin og unglingana sem koma oft í áfengis og eiturlyfjavímu.
Sólveig Ásgrímsdóttir forstöðumaður Stuðla, Dan Sommer formaður Fjörgynjar ásamt stjórnarmönnum og félögum í Verkefnanefnd Fjörgynjar.
Félagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn tóku ákvörðun eftir heimsókn til Stuðla að leggja lið þessu þarfa verkefni og styrkja Stuðla og gáfu á núna aðventunni sófasett, flatskjá og 3 snjóbretti að verðmæti 550.000 krónur.
Með ósk um gæfuríkt komandi ár,
Eggert J Levy, ritari.