Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Við öll sem fylgjumst með fréttum vitum að íbúar Grindavíkur eiga um sárt að binda nú um þessar mundir vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað þar í bæ. Ég sem fjölumdæmisstjóri MD 109 setti saman bréf til Lionsklúbbs Grindavíkur og ykkar kæru félagar til að upplýsa ykkur um hvað fjölumdæmið er að vinna í samvinnu Lionsklúbb Grindavíkur. Ég hvet ykkur öll til að lesa bréfið sem fylgir þessum pósti.
Sigfríð Andradóttir fjölumdæmisstjóri MD 109
Bréf til Lionsklúbbs Grindavíkur
Kæru félagar í Lionsklúbbi Grindavíkur og aðrir lionsfélagar,
Ég vil byrja á því að segja ykkur hvað ég/við í Lions á Íslandi eru harmi slegin yfir þessum hræðilegu
aðstæðum sem þið og aðrir íbúar Grindavíkur er nú í vegna þessara miklu jarðhræringa í og við
Grindavík. Allir landsmenn eru með hugann hjá ykkur og vilja styðja á allan hátt og sama á við um
lionsfélaga sem vilja leggja ykkur lið.
Óvissan er ennþá mikil sem gerir stöðuna enn verri sem er þó nógu slæm fyrir. Enginn veit hvernig
þessar jarðhæringar enda en öllum má vera ljóst að þær hafa breytt bænum ykkar mikið því
skemmdir vegna jarðskjálftanna eru miklar og ekki sér fyrir endann á þeim enn. Það er ljóst að
hvernig sem þetta fer þá hafa þessar hamfarir nú þegar raskað daglegu lífi allra íbúa í Grindavík og
yfirvofandi atburðir eins og eldgos gera stöðuna enn verri.
Ég veit að lionsfélagar á Íslandi eru að velta fyrir sér hvað þeir geta gert til þess að aðstoða íbúa í
Grindavík á þessum erfiðu tímum. Þeir sem vilja aðstoða ættu að hafa samband við stjórnarmenn í
Lionsklúbbi Grindavíkur og bjóða fram aðstoð sína í samvinnu við þá.
Ég sem fjölumdæmisstjóri hafði samband við formann Lionsklúbb Grindavíkur þar sem ég benti
stjórn klúbbsins á „Heiðurssjóð Guðrúnar Bjartar“ sem er íslenskur sjóður sem er til að veita
neyðar aðstoð. Sjóðurinn styrkir innlend og erlend verkefni ef farið er fram á það í nafni klúbba
eða Lions á Íslandi. Ég og Hörður Jónsson formaður klúbbsins ákváðum að bíða með styrkumsóknir
þar til línur færu að skírast og félagar í klúbbnum sjái hvar þörfin er mest.
Ég hvet lionsklúbba um land allt að hugsa til Grindvíkinga og styrkja Lionsklúbbinn þar, sem
ráðstafar svo þeim styrkjum til þeirra sem eiga um sárt að binda í bæjarfélaginu.
F.h. Lions á Íslandi
Sigfríð Andradóttir
Fjölumdæmisstjóri í MD 109 Íslandi