Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Kynning á framboði.
Halldór Kristjánsson hefur verið félagi í Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnarfirði frá 1979. Faðir hans var Kristján Sigurðsson læknir, stofnfélagi í Lkl. Patreksfjarðar og síðar félagi í Lkl. Keflavíkur. Móðir hans, var Valgerður Guðrún Halldórsdóttir, stofnfélagi í Lionessuklúbbi Keflavíkur. Eiginkona hans er Jenný Ágústsdóttir er félagi í Lionsklúbbnum Kaldá. Þau eiga tvær dætur og þrjú barnabörn.
Jenný og Halldór hafa sótt mörg alþjóðleg og innlend þing saman. Halldór er verkfræðingur að mennt, með MBA viðskiptagráðu og talar og skrifar ensku, dönsku, sænsku og þýsku. Hann hefur rekið eigin ráðgjafarfyrirtæki í upplýsingatækni frá árinu 1986 og setið í stjórnum stærri og smærri fyrirtækja. Hann hefur áunnið sér réttindi til að kenna á Lions námskeiðum á alþjóðavettvangi (Lions Certified Instructor) og hefur undanfarin þrjú ár séð um leiðtogaþjálfun verðandi umdæmisstjóra á Norðurlöndunum (Group Leader), að undanskildu Finnlandi.
Frá árinu 1983, með nokkrum hléum, hefur Halldór verið virkur í stjórn umdæmis 109A og fjölumdæmisins og gegnt mörgum mikilvægum hlutverkum fyrir Lions. Hann hefur m.a. skipulagt og stjórnað fjölumdæmis- og umdæmisþingum auk NSR þinga, verið í forsvari fyrir alþjóðasamskipti fjölumdæmisins um tíma og aðalritari NSR í 2 ár.
Halldór hefur m.a. verið LCIF fulltrúi, kynningarstjóri, félagastjóri og vefstjóri Lions, var fjölumdæmisgjaldkeri um árabil og hefur verið mjög virkur í fræðslumálum Lions í rúma tvo áratugi. Hann hefur verið fræðslustjóri (GLT) fjölumdæmis 109 frá árinu 2014 og þá m.a. stjórnað Leiðtogaskólanum. Hann hefur tekið þátt í kennslu í leiðtogaskólanum og kennt á námskeiðum á þingi um langt skeið.
Hann hefur hlotið fjölda alþjóðlegra og Íslenskra viðurkenninga fyrir störf sín fyrir Lions og er Progressive Melvin Jonas félagi. Menntun hans, starfsreynsla og stjórnunarstörf innan Lions og í atvinnulífinu gerir að verkum að hann er vel til þess fallinn að takast á við það umfangsmikla og krefjandi starf sem seta í alþjóðastjórn Lions er.