Leiðbeiningar vegna lions.is

Greinar

Til að skrá nýja grein þarf fyrst að skrá sig inná vefinn.

Þegar innskráður þá birtist valmynd neðst í vinstra horni þar sem smellt er á „Skrá nýja grein“greinar_skragrein


Þar tekur við hefðbundið ritvinnsluform.

Þegar greinin er tilbúin þarf að velja hvar hún skal birtast. Ef t.d á að birta fréttina í „Viðburði“ þá er deildin „Fréttir/Verkefni“ valin og því næst Flokkurinn  „Verkefni“

greinar_flokkur


Ef breyta á grein sem þegar hefur verið birt er einfaldlega smellt á „Edit this article neðst í greininni:

Greinar_breyta


Viðburðir

Til að bæta við viðburði er farið með músarbendilinn yfir daginn og smellt á plúsinn sem birtist í efra hægra horninu:

vidburdir

Þar opnast hefðbundið ritvinnsluform.  En þar má setja lýsingu, staðsetningu, byrjunar og endadag.


Lionsblaðið, handbækur, skýrslur

Til að bæta við á niðurhalssvæði (Lionsblaði, handbók, skýrslu) þarf að skrá sig inn í bakendann. Það er gert með því að setja „administrator“ fyrir aftan vefslóðina: www.lions.is/administrator

Fyrst af öllu þarf að hlaða inn skjalinu sem um ræðir. Smellt er á „Media manager“

skjol_mediaManager

Þar er valin mappan „Stories“ og síðan „Lionsblaðið“, „Skýrslur“, „Handbækur“ eftir því hvað við á. Þegar mappan hefur verið opnuð er skjalið sem hlaða á inn valið neðst á skjánum:

skjol_upload

Þá er skjalið komið inn.

Því næst er er valið „Components“ – „Zoo“

skjol_zoo

Næst skal velja á hvaða svæði skal setja inn(handbækur, Lionsblað, Skýrslur):

(Við notum Lionsblaðið í þessu dæmi.)

skjol_lionsbladid

Því næst er gott að velja „Category“ sem í þessu dæmi stendur fyrir ár. Þannig sjáum við eingöngu lionsblöð þess árs sem við eru að vinna í. Það er gert með því að velja „Lionsblaðið 2010“ úr fellilistanum hægra megin á skjánum:

skjol_category

Til að bæta við blaði er best að afrita það blað sem á undan var. Þetta er gert með því að haka við blaðið sem afrita á og smella á „Copy“

skjol_afrita

Því næst er:

  • Afritið opnað,
  • Nafni breytt,
  • Valið „Yes“ í „Published“ til að birta blaðið
  • Í „Skrᓠveljum við skránna sem við hlóðum inn áðan
  • Setjum viðeigandi lýsingu í „Lýsing“
  • Skráum númer blaðs.
  • Smellum á „Save“

Nú ætti blaðið að vera orðið sýnilegt í framenda vefsins.


Tenglar(erlendir klúbbar)

Til að bæta við tenglum undir „Erlendir klúbbar“ er valið „Components“ – „Web links“

tenglar

  • Undir „Categories“ er löndum bætt við.
  • Smellt er á „New“
  • Nafn sett í „Title“
  • Smellt á „Save“

 

 

  • Undir „Links“ er tenglunum bætt við
  • Smellt á „New“
  • Nafn klúbbs sett í „Name“
  • Land valið undir „Category“
  • Slóð sett í „URL“
  • Sett inn lýsing í „Description“ ef vill.
  • Smellt á „Save“










Skrá nýjan klúbb

Til að skrá nýjan klúbb þarf að byrja á að skrá sig inn í bakendann www.lions.is/administrator

Best er að afrita klúbb sem þegar er til að breyta afritinu.

klubb_menuKlubbar

Vinstrameginn á skjánum skal velja „Menus“ – „Klúbbar“







Haka því næst við allar síður klúbbs sem afrita á og smell á „Copy“:

klubb_copyMenu

Velja „Klubbar“ í „Copy to menu“

klubb_copyMenuSection

Til að stjórna því í hvað landshluta klúbburinn lendir skal smella á nafn klúbbsins (yfirflokk)og undir „Parent item“ velja landshluta:

klubb_landshluta

Til að gera fréttasíðu klúbbsins er farið í „Content“ – „Category Manager“ (eins má smella á gulu möppuna:

klubb_category

  • Þar er smellt á „New“
  • Nafn klúbbs sett í „Title“
  • Smellt á „Save“

Næst er fréttasíðan opnuð með því að smella á „Klúbbar“ undir „Menu“ og fréttasíðan valin:

klubb_frettasida

Í „Category“ er nafn klúbbsins valið:

klubb_frettasidaCategory

Þannig þegar greinar eru gerðar fyrir þennan klúbb er valið að birta þær í „Category“ klúbbsins og þá birtast þær á réttum stað.


Nú þarf að búa til lista yfir félagsmenn. Gera þarf einn lista yfir stjórn og annan fyrir almenna félagsmenn.

Farið er í „Components“ – „Community builder“ – „List Management“:

klubb_componentsCommBuilder


Byrjum á að gera lista yfir almenna félagsmenn:

  • Smellt er á „New“
  • Í „Title“ er nafn listans sett. Gott er að nota eins nöfn á sömu lista. Skírum þennan lista því „Klúbbur (nafnklúbbs) Félagsmenn“
  • Í „User Group to allow access to“ er valið „Registered“
  • „User Groups to Include in List:“ allir valdir.
  • „Published“ – „Yes“ í fellilistanum.
  • Í „Sort by“ eru þessar stillingar settar inn og smellt á „Add“klubb_sortBy1
  • Í „Filter“ er smellt á „Advanced“ og eftirfarandi kóði settur í textaboxið(rauðlituðu þarf að skipta út):

Kóði: `cb_klubbnumer` = 'NúmerKlúbbs'

  • Næst er valið hvaða upplýsingar birtast í listanum. Setjið inn eftirfarandi stillingar:
Klubb_upplFelagsmenn
  • Smellt á „Save“ til að vista listann.



Næst gerum við lista fyrir stjórn klúbbsins:

  • Smellt er á „New“
  • Í „Title“ er nafn listans sett. Gott er að nota eins nöfn á sömu lista. Skírum þennan lista því „Klúbbur (nafnklúbbs) Stjórn“
  • Í „Description“ er sett nafn klúbbs, staðsetning, mynd, tímasetningar og annað sem á að koma fram á forsíðu klúbbsins.
  • Í „User Group to allow access to“ er valið „Everybody“
  • „User Groups to Include in List:“ allir valdir.
  • „Published“ – „Yes“ í fellilistanum.
  • Í „Sort by“ eru þessar stillingar settar inn og smellt á „Add“ klubb_sortBy2 og klubb_sortBy3
  • Í „Filter“ er smellt á „Advanced“ og eftirfarandi kóði settur í textaboxið(rauðlituðu þarf að skipta út):

Kóði: `cb_klubbnumer` = 'NúmerKlúbbs' AND cb_stada > ' '

  • Næst er valið hvaða upplýsingar birtast í listanum. Setjið inn eftirfarandi stillingar:

Klubb_upplStjorn

  • Smellt á „Save“ til að vista listann.


Næst látum við listana birtast á réttum stað.

Byrjum að að athuga hvaða númer hvor listi fyrir sig hefur. Það sést undir „listid“ lengst til hægri í listanum yfir listana:

klubb_listaARettanstad1

Því næst opnum við síðuna sem við ætlum að láta  birta stjórn klúbbsins  – „Menu“ – „klúbbar“ – „Nafn klúbbs“:

klubb_menuKlubbar2


Í „List id“ setjum við númer listans sem inniheldur stjórnina:

klubb_listID

Gerum það sama við „Félagsmenn“

Nú ætti klúbburinn að vera rétt uppsettur.