Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Til Íslands barst Lionshreyfingin arið 1951, en þá var fyrsti klúbburinn stofnaður, Lionsklúbbur Reykjavíkur, hinn 14. ágúst.
Ísland er sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba og nefnist fjölumdæmi 109, sem síðan skiptist i umdæmi 109 A og 109 B. í umdæmi A eru 52 klúbbar með 1318 félaga og í umdæmi B 39 klúbbar með 965 félaga. Lionsfélagar á öllu landinu er þannig í dag 2283 talsins. Einn Lionessuklúbbur er starfandi og Leo klúbbar eru 0 í dag.
Í Lions vinna saman konur og karlar, ungir og aldnir. Framan af var Lions eingöngu félagsskapur karla. Konur komu inn í hreyfinguna með stofnun Lionessuklúbba. Árið 1987 fengu konur sama rétt og karlar í Lionsklúbbum. Í dag eru konur um 20% félaga og er markvisst unnið að fjölgun kvenna í Lionshreyfingunni.
Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála.
Klúbbar styðja sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum. Lionsfélagar leggja lið þeim sem minna mega sín, m.a. sjúkum, sjóndöprum og fötluðum. Einnig eru verkefni tengd börnum, öldruðum, menningarmálum og umhverfi.
Íslenskir Lionsklúbbar taka þátt í alþjóðastarfi Lions.