Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Rauðu fjaðrar söfnunin í apríl s.l., tókst mjög vel og við Lionsfélagar náðum því markmiði okkar að geta keypt tvær OCT augnbotnamyndavélar. Fimmtudaginn 20. júní voru vélarnar afhentar með formlegum hætti í Lionsheimilinu, þegar Björg Bára Halldórsdóttir, fjölumdæmisstjóri, færði Rafni Benediktssyni, yfirlækni Innkirtladeildar Landspítalans og Margréti Maríu Sigurðardóttur, forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, gjafabréf þess efnis. Í þakkarávörpum þeirra Rafns og Margrétar Maríu kom fram að vélarnar, sem þegar hafa verið teknar í notkun, reynist afskaplega vel og séu til mikilla hagsbóta fyrir skjólstæðinga þeirra.
Svo ánægjulega vildi til að alþjóðaforsetahjónin, Guðrún Björt Yngvadóttir og Jón Bjarni Þorsteinsson voru viðstödd athöfnina og að loknu ávarpi sínu afhenti Guðrún Björt, Rafni Benediktssyni, fánann sinn að gjöf, en Rafn var fulltrúi í alþjóðlegri ráðgjafanefnd Lions í sykursýkisvörnum. Meðal viðstaddra voru fulltrúar úr Rauðu fjaðrar nefndinni, þau Kristín Davíðsdóttir, Lkl. Úu, Einar Bjarnason, Lkl. Grindavíkur og Bragi Ragnarsson, Lkl. Mosfellsbæjar.
Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffiveitingar. Fleiri myndir á myndasíðu