Stefán Stefánsson, Hörður Jónsson formaður Lkl.Grindavíkur og Ásmundur Friðriksson
Það er ekki að spyrja að Færeyingum þegar Íslendingar lenda í hamförum. Nú fá Grindvíkingar að njóta góðvildar Færeyskra Lionsmanna.
Á fyrsta samverudegi eldri borgara úr Grindavík, í Skátaheimilinu við Digranesvegi í Kópavogi, afhentu Stefán Stefánsson og Ásmundur Friðriksson alþingismaður styrk, f.h. Færeyskra Lionsmanna til Velferðarsjóðs Lionsklúbbs Grindavíkur.
Það var Hörður Jónsson formaður Lionsklúbbs Grindavíkur sem tók við 100 þúsund danskar krónur, eða um það bil 2 milljónum. Einnig var viðstaddur Gunnar Vilbergsson formaður Velferðarsjóðs klúbbsins og svæðisstjóri á Suðurnesjum og fjöldi eldri borgara úr Grindavík.
Þessi gjöf Lionsmanna í Færeyjum er risaframlag í því ljósi þess að Færeyskir Lionsmenn og konur telja um 300 manns. Þeirra ósk er að gjöfin komi íbúum frá Grindavík að gagni og að félagar þeirra í Lionshreyfingunni komi gjöfinni til þeirra sem þarfnast hennar helst.
Á bak við gjöfina standa eftirtaldir Lionsklúbbar í Færeyjum: LC Tórshavn, LC Suðuroy, LC Vágar, LC Eysturoy/Klakksvík, LC Tindur, og LC Liljan.
Frétt: Lionsklúbbur Grindavíkur, Facebook