Lionsfélagi í 55 ár

Fjolnir_thor_gudjonsson

Stjórn Lkl. Fjölnis með Þór Guðjónssyni, f.v. Þórhallur M. Einarsson, ritari,
Þór Guðjónsson, Ottó Schopka, formaður og Grétar Þór Grétarsson, gjaldk.

Lionsklúbburinn Fjölnir var stofnaður vorið 1955 og á fyrsta starfsári hans, veturinn 1955-56 gekk Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, til liðs viðklúbbinn.  Þór hefur því verið Lionsfélagi í 55 ár  og allan þann tíma fram á síðustu ár hefur hann tekið virkan þátt  í störfum klúbbsins.  Hann var tvisvar umdæmisstjóri, í fyrra sinnið 1958-9 áður en fjölumdæmi var stofnað á Íslandi og síðar, 1973-74 var hann umdæmisstjóri í umdæmi 109A.  Stjórn Lkl. Fjölnis heimsótti Þór nýlega og afhenti honum viðurkenningu frá alþjóðaforseta fyrir 55 ára óeigingjarnt starf í þágu Lionshreyfingarinnar.