Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Lionsfóki var boðið í heimsókn í Gerðuberg til að fræðast og sjá sýninguna sem Lions styrkti um 500.000 kr. Styrkurinn var nýttur í námsefnispakkann sem er hluti af þessari stóru sýningu. Dagný, Guðrún, Hrund, Jórunn og Sigurður mættu í Gerðuberg 30. september þar sem Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri, tók á móti þeim með fræðslu um verkefnið. Lionsfólkið afhenti bókamerki Lions, sem verða sett á bókasafn skólans sem sér um að dreifa þeim. Sýningin, sem einnig er ratleikur er stórkostleg og þar hefur hugmyndaflug um notkun bóka fengið að njóta sín til fulls.
Í sýningunni og ratleiknum reynir á hópefli og læsi í sinni víðustu mynd ásamt lausnamiðaðri hugsun. Að verkefninu standa Ævar Þór Benediktsson, Embla Vigfúsdóttir og Svanhildur Halla Haraldsdóttir.
Gestir geta valið um að leysa:
Ævintýraráðgátu
Vísindaráðgátu
Hryllingsráðgátu
Aðalpersóna allra gátanna er Gerðubergur, natinn bókavörður og lífskúnstner. Sýningarheimurinn, sem skapar umgjörð gátanna og heim Gerðubergs, er öll búin til úr bókum sem átti að henda, en um það bil 100.000 bækur eru notaðar í sýninguna. Eins er allt efni sem notað er til að leysa gátuna búið til endurnýttum og gömlum efnivið.
Skólahópum verður boðið að heimsækja sýninguna og fræðast um hvernig hún var búin til og verður áhersla á umhverfisvernd leiðarljósið í þeim heimsóknum, en einnig í kennsluefni sem gert verður af Kristjönu Friðbjörnsdóttur rithöfundi og námsgagnahöfundi. Námsefnið er sjálfstætt efni sem aðgengilegt verður á skólavefnum www.123skoli.is. Áhersla verður lögð á skapandi vinnu með íslenskuna en einnig hvernig hægt er að vinna á skapandi hátt með gamlar bækur.
Hægt verður að taka þátt í ævintýrinu frá og með 2.október og út apríl 2022.