Lionsklúbbarnir á Selfossi gáfu Grensásdeild jafnvægismælitæki

Lionsklúbbarnir á Selfossi gáfu Grensásdeild jafnvægismælitæki

Þann 19. maí sl. afhentu Lionsklúbburinn Embla og Lionsklúbbur Selfoss Endurhæfingardeild Landssp...ítala – Grensásdeild – að gjöf fullkomið jafnvægismælitæki, þ.e. HUR jafnvægisplötu til mælingar á jafnvægi og til þjálfunar. Tækið kostaði um 1,5 millj. kr. og fjármögnuðu klúbbarnir það með stuðningi sex fyrirtækja á Selfossi.
Guðmunda Auðunsdóttir, formaður, Lkl. Emblu, afhenti gjöfina fyrir hönd klúbbanna. Ída Braga Ómarsdóttir, starfseiningarstjóri sjúkraþálfunar, þakkaði gjöfina og sagði hún jafnvægismælitækið vera hið fullkomnasta sem til er í landinu og það muni koma að mjög góðum notum við endurhæfingu sjúklinga deildarinnar. Hún sýndi síðan viðstöddum lionsfélögum tækið og kynnti þeim virkni þess.
Að lokum var lionsfélögum boðið í kaffi og meðlæti. GG

Hér eru síðan fleiri myndir sem teknar voru við afhendinguna.