Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa Eyjafjarðasveit 40 ára

Afmælisveisla Lionsklúbbsins Vitaðsgjafa Eyjafjarðasveit var haldin 27 apríl, í tilefni 40 ára afmælis klúbbsins, en stofndagur er 28 apríl. Veislan var hin glæsilegasta og voru Lionsfélagar mættir úr mörgum nágrannaklúbbum.

Svo voru lesnar upp gamlar sögur úr starfi klúbbsins og einn félagi gerður að Melvin Jones félaga, það var Ketill Helgason. En hann er stofnfélagi klúbbsins og reyndar sá eini sem starfar enn í klúbbnum. Svo voru klúbbnum gefnar gjafir og lesnar upp afmæliskveðjur. Svo steig Sigurgeir Hreinsson formaður í pontu og sagði frá að klúbburinn hefði ákveðið að styrkja tvö málefni, í tilefni afmælisins. Og kallaði því næst upp á svið Eið Jónsson formann Björgunarsveitarinnar Dalbjörgu, og veitti honum styrk að upphæð 750 000. Og þakkaði Eiður klúbbnum mikið fyrir styrkinn og sagði að hann kæmi sér vel þar sem sveitin var að flytja í annað húsnæði.

Því næst kallaði Sigurgeir upp, Ingvar Þóroddsson yfirlækni á Kristnesspítala, og veitti honum styrk að upphæð 250 000 til kaupa á tækjum fyrir stofnunina. Ingvar þakkaði einnig fyrir sig og óhætt að segja að klúbburinn standi vel á bakvið þessa tvo aðila. Veislan var öll hin glæsilegasa og vil ég þakka kærlega fyrir mig og mína.

Vitasgjafi_35
Eiður Jónsson formaður Björgunarsveitarinnar Dalbjörgu, Sigurgeir Hreinsson formaður Lkl. Vitaðsgjafa og Ingvar Þóroddsson yfirlækni á Kristnesspítala.


Tryggvi Kristjánsson
Varafjölumdæmisstjóri