Lionsklúbbur Búðardals afhendir heilbrigðisstofnun Vesturlands veglegar gjafir

Lionsklúbbur Búðardals hélt fyrir skömmu upp á 50 ára afmæli sitt en af því tilefni afhenti Lions formlega í dag Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal veglegar gjafir.

Um er að ræða annarsvegar sogtæki en hinsvegar tæki sem heitir Spirometria en það mælir meðal annars loftflæði lungna og rúmmál þeirra.

Andvirði þessara tveggja tækja eru tæpar 600.000 krónur en ásamt Lionsklúbbi Búðardals kom 1/4 andvirðisins frá einstaklingi í samfélagi okkar Dalamanna sem ekki vill láta nafns síns getið.

Budardal_1
Myndinni eru Þórður Ingólfsson yfirlæknir og Lionsfélagarnir Jón Egilsson, Sveinn Pálsson, Böðvar B.Magnússon,Þorsteinn Jónsson, Ingveldur Guðmundsdóttir og Jóhann Björn Arngrímsson

Sjá nánar á Búðardalur.is >>>>>>