Lionsklúbbur Stykkishólms gefur útsendingarbúnað

Lionsklúbbur Stykkishólms gefur útsendingarbúnað. Mynd frá Snæfellingar.is
Lionsklúbbur Stykkishólms gefur útsendingarbúnað. Mynd frá Snæfellingar.is

Síðastliðinn vetur ákvað Lionsklúbburinn í Stykkishólmi að stuðla að því með fjárframlagi að koma á fót útsendingu frá Stykkishólmskirkju á Dvalarheimilið. Var þá sérstaklega verið að huga að útsendingu frá jarðarförum og jafnvel messum. Undirbúningur hefur staðið yfir frá í vor og tilraunaútsendingar hafnar.

Netsamband er grundvöllur góðra fjarskipta í dag og kom fljótlega í ljós að gera þurfti bragarbót á þeim málum í kirkjunni. Stykkishólmsbær kom inn í það verkefni af myndarskap þannig að sendir var settur upp í turn kirkjunnar fyrir þráðluast net Stykkishólmsbæjar og netsamband lagt að honum sem um leið nýttist við útsendingar úr kirkjunni. Þannig víkkar út svæðið sem þráðlaust net Stykkishólmsbæjar nær yfir. Nú er svo komið að vel gengur að senda út, en móttökuskilyrði þarf að bæta.

Anna Melsteð hjá Anok margmiðlun hefur séð um verkefnið fyrir hönd Lionsmanna í góðu samstarfi við Einar Strand kerfissjtóra Stykkishólmsbæjar. Íbúar á dvalarheimilinu hafa fylgst áhugasamir með prufútsendingum og ekki laust við að eftirvænting ríki eftir því að þetta komist í notkun. Stefnt er að því í framhaldinu að koma á fót samskonar útsendingum til sjúkrahússins.

Hér er linkur á fréttina af fréttavefnum Snæfellingar.is