Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
Fylgdu okkur á facebook
- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Aðalsmerki klúbbins eru jarð- og trjárækt við Skýjaborgir sem er óþrjótandi verkefni og aukast landgæði með hverju ári. Á síðast liðnu vori var plantað út nokkur hundruð trjáplöntum og borið á allt svæðið. Félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar voru frumkvöðlar í notkun lúpínu við uppgræðslu á söndunum við Þorlákshöfn.
Önnur samfélagsverkefni sem unnið er að utan líknarmála eru vegahreinsun á vorin, jólasveinaaðstoð á aðfangadag og aðstoð við þrettándabrennu. Einnig veitir klúbburinn viðurkenningar fyrir góðan námsárangur tíundu bekkinga í Grunnskóla Þorlákshafnar.
Klúbburinn hefur lagt samfélaginu lið með ýmsum hætti í gegnum árin bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi.
Félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar hafa tekið virkan þátt í umdæmisstjórnum Lions á Íslandi.
Fundir eru haldnir öllu jafna í Kiwanishúsinu, annan og fjórða hvern þriðjudag og hefjast klukkan 20:00.
Fróðlegt er að skoða vef klúbbsins en fyrir utan fréttir má sjá fundargerðir og fleira.
Vefur: http://e-clubhouse.org/sites/thorlakshafnar/index.php
Netfang Lionsklúbbs Þorlákshafnar er: lions.thorlakshafnar@gmail.com