Lionsklúbburi Fjörgyn mældi 429 manns á Sykursýkisdaginn

Alþjóðlegur dagur sykursjúkra var 14 nóvember sl. Og í því tilefni ákvað lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi að taka undir ákall Lionshreyfingarinnar og leggja sitt að mörkum til þessa gagnlega forvarnar verkefnis að bjóða upp á fría blóðsykursmælingu til heilla fyrir samfélagið.
Fjorgyn_sykur_1
Mælingafólk Lkl Fjörgyn tilbúið í slaginn í Krónunni
...
Fjörgynjarmenn fengu Krónuna til samstarfs sem auglýsti verkefnið, á glæsilegan hátt í Fréttablaðinu tvo daga í röð, sem haldið var í húsakynnum Krónunnar á Bíldhöfða, Heilsuvaktin svaraði ákalli Fjörgynjarmanna með því að senda 3. hjúkrunarfræðinga Jónínu, Elfu og Guðbjörgu ásamt því að þeir fengu lækninn Arndísi Auði Sigmarsdóttur dóttur eins klúbbfélagans til að standa vaktina með sér.

Fjörgynjar menn leituðu til MEDOR heildverslunarinnar með nálar og strimla og var rennt blint í sjóinn með hvað þyrfti mikið, lagt var af stað með 200 nálar en strax eftir fyrsta klukkutímann var búið að mæla 80 manns svo ákveðið var að tvöfalda magnið en þegar líða tók á daginn var búið að fjárfesta í samtals 600 stk.

Verkefnið stóð yfir frá kl 13 til 20 og voru alls mældir 429 manns og þar af voru 25 einstaklingar sem mældust of háir í blóðsykri sá hæðsti 18.9 og var þeim öllum ráðlagt að leita læknis hið fyrsta. Þrír mælar voru notaðir og hefði ekki veitt af þeim fjórða því að á tímabili mynduðust biðraðir.

Fjorgyn_sykur_2
Mikil ös við mælingar hjá Lkl. Fjörgyn
Nú á Lkl. Fjörgyn þessa þrjá blóðsykursmæla sem notaðir voru og koma þeir til með nýtast í þetta mjög svo gagnlega samfélags átak að ári og fyrir hönd klúbbsins vil ég þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni með okkur kærlega fyrir stuðninginn ásamt þeim félögum klúbbsins sem stóðu að þessu verkefni.

Virðingafyllst,
Friðrik Már Bergsveinsson
Form. Verkefnanefndar Lkl. Fjörgynjar