Lionsklúbburinn Ásbjörn færir lögreglunni hjartastuðtæki

Asbjorn_hjartastud
Magnús Gunnarsson formaður lionsklúbbsins afhenti Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra hjartastuðtækið.
Mynd af vef lögreglunnar.

Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar en það var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á  höfuðborgarsvæðinu, sem veitti gjöfinni viðtöku.

Tækið sem ber nafnið Lifepak CR Plus er alsjálfvirkt og gefur fyrirskipanir á íslensku.  Það getur tengst hjartastuðtækjum í öllum sjúkrabílum á landinu en ásamt fylgihlutum kostar tækið um 250 þúsund krónur.

Árlega fara um 300 manns í hjartastopp á Íslandi en þegar slíkt gerist skiptir hver mínúta máli og getur stuttur viðbragðstími skilið milli lífs og dauða. Lögregla er oft fyrsti viðbragðsaðili á staðinn og er því mjög mikilvægt að tækjabúnaður hennar sé fyrsta flokks.