Lionsklúbburinn Bjarmi styrkir dreifnámsdeild á Hvammstanga

Mánudaginn 12. nóvember var dreifnámsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra formlega opnuð á Hvammstanga. Samningur um rekstur deildarinnar var undirritaður af menntamálaráðherra, sveitarstjóra Húnaþings vestra, skólameistara FNV og framkvæmdastjóra SSNV. Við þetta tækifæri færðu félagar í Lionsklúbbnum Bjarma dreifnámsdeildinni að gjöf 50“ sjónvarpstæki að verðmæti um 300 þúsund krónur sem var ágóði af perusölu félaga nú á haustdögum. Tækið er fyrst og fremst ætlað til að létta nemendum lífið bæði í leik og starfi eins og Guðmundur Haukur Sigurðsson formaður Lkl. Bjarma sagði í ávarpi sínum.  Það voru tveir nemendur dreifnámsdeildarinnar þau Guðrún Helga Magnúsdóttir og Ragnar Bragi Ægisson sem veittu gjafbréfi fyrir tækinu móttöku.  Dreifnámsdeild er fyrir þá sem ekki vita framhaldsskóli þar sem nemar njóta leiðsagnar í gegnum fjarfundabúnað í sinni heimabyggð og er stefnt að því að tveggja ára nám verði í boði á Hvammstanga. Óþarft er að tíunda það hagræði sem nemendur og foreldrar hafa af þessu fyrirkomulagi og þótti félögum í Bjarma því við hæfi að styðja við þetta metnaðarfulla verkefni.

Hvammstangi_dreifinam1
Guðmundur Haukur afhendir Guðrúnu Helgu og Ragnari Braga gjafabréfið

Hvammstangi_dreifinam2
Undirrritun samstarfssamningsins

Ljósmyndir: nordanatt.is

Með kveðju
Guðmundur Haukur Sigurðsson
Formaður lkl. Bjarma