Lionsklúbburinn Embla - Alltaf gaman saman

Lionsklúbburinn Embla á Selfossi er öflugur kvennaklúbbur sem stofnaður var árið 1989.

Við teljum núna 35 konur, virka félaga og stefnum að því að verða fleiri.

Lionsfundur_okt_2012_008_l

Við hófum vetrarstarfið af fullum krafti í September og markmið formannsins okkar verður mikil Lionsfræðsla í vetur.   Við erum nú þegar búnar að fá Magnús J. Magnússon á fund til okkar til að fræða okkur um Lions Quest málefnin, frábær kynning.

Lionsfundur_okt_2012_005
Á fundi  s.l. þriðjudag fengum við til okkar nágranna okkar úr Hveragerði, Fjölumdæmisstjórann okkar hann Kristinn Kristjánsson.   Hann talaði til okkar, sýndi okkur myndir og hélt svo yfir okkur þrumandi ræðu.  

Helsta fjáröflun okkar síðustu ár hefur verið sala á jólakortum sem nú eru í prentun, verkefnafundur framundan til að pakka kortunum okkar og gera klár í sölu.

Lionsfundur_okt_2012_018_l

Lionsfélagi okkar úr Lionsklúbbi Selfoss, listamaðurinn Jón Ingi Sigurmundsson hefur málað fallegar myndir og gefið okkur á jólakortin okkar og fyrir þetta erum við Jóni mjög þakklátar.

Fyrsti svæðisfundur er framundan á okkar svæði númer 4 og verður sá fundur á svæðishátíð Lionsmanna á svæði 4,  að öllum líkindum haldið á Sólheimum í Grímsnesi.

Alltaf gaman saman hjá okkur og svo segjum við líka „ margar hendur vinna fislétt verk“

Sigríður H. Magnúsdóttir

Blaðafulltrúi

Lionsklúbbsins Emblu