Lionsklúbburinn Embla veitir styrk til tækjakaupa

Lionsklúbburinn Embla veitti Fræðsluneti Suðurlands styrk til tækjakaupa að upphæð 100.000 kr. Styrkurinn var veittur til tækjakaupa sem nýtist í námskeiðahaldi fyrir fatlað fólk á Suðurlandi. Um er að ræða rofa og annan búnað sem gerir blindu- eða sjónskertu fólki og fólki með skerta hreyfigetu kleift að nýta sér þá skemmtun og afþreyingu sem tölvutæknin býður upp á. Sem dæmi má nefna; að velja lög á youtube og að stjórna tölvuleik með því að láta eitthvað gerast. Fræðslunetið færir þeim Emblukonum kærar þakkir fyrir.

emblustyrkurs
Hér afhenda Emblukonur Rakel ásamt tveimur þátttakendum á námskeiðinu Rofar- og umhverfisstjórnun styrkinn.
  Á myndinni eru frá vinstri: Margrét Jónsdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Guðmunda Auðunsdóttir, Stefán Smári Friðgeirsson og Ragnar Bjarki Ragnarsson.

Féttin er sótt á Fræðslunetið vef Símenntunar á Suðurlandi >>>>

Sama frétt er í Dagskránni á Suðurlandi >>>>>