Lionsklúbburinn Engey

Lionsklúbburinn Engey var stofnaður 1. mars 1990 og stofnskrárhátíð kúbbsins var síðan haldin 6. október sama ár í Lionsheimilinu Lundi í Kópavogi. Stofnendur voru 37 konur sem flestar höfðu áður verið félagar í Lionessuklúbbi Reykjavíkur. Fyrsti formaður klúbbsins var Edda Briem sem fyrir stofnun Engeyjar hafði verið formaður Lionessuklúbbs Reykjavíkur. Með henni í stjórn voru Dóra Wium gjaldkeri og Guðrún Einarsdóttir ritari. Varaformaður var Helga Tryggvadóttir.

Lionsklúbburinn Engey er í umdæmi 109 A og tilheyrir þar svæði 9 ásamt Lionsklúbbunum Baldri, Fjörgyn, Nirði og Tý.

Félagar í Engey eru nú 24 en þar af eru 12  stofnfélagar klúbbsins. Átta þessarra félaga voru jafnframt stofnfélagar Lionessuklúbbs Reykjavíkur sem stofnaður var 14. ágúst 1985. Stjórn Engeyjar nú skipa Edda Briem formaður, Hildur Maríasdóttir gjaldkeri og Guðný Björnsdóttir ritari.

Starfsár Engeyjar er frá september til júní ár hvert. Reglulegir fundir klúbbsins eru  annan mánudag hvers mánaðar. Algengast er að fundirnir séu í Lionsheimilinu.