Lionsklúbburinn Muninn færir Sunnuhlíð T5XR fjölþjálfa

Nustep T5XR sitjandi fjölþjálfi
Nustep T5XR sitjandi fjölþjálfi

Þann 18. Janúar sl. afhenti Lionsklúbburinn Muninn Kópavogi í tilefni af 100 ára afmælis alþjóða Lionshreyfingarinnar sjúkraþjálfun Sunnuhlíðar

1.   Stk Nustep T5XR fjölþjálfa með fylgihlutum.

Þetta var einstaklega skemmtilegt að koma og afhenda þetta tæki þar sem fyrsti framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar og fyrrverandi félagi okkar í Muninn var viðstaddur Þorgeir Runólfsson en hann er nú vistmaður á sunnuhlíð.

Við viljum þakka framkvæmdastjóra og starfsfólki sjúkraþjálfunnar fyrir frábærar móttökur. Við vorum sannfærðir um að tæki þetta kæmi sér vel fyrir vitmenn Sunnuhlíðar í nútíð og framtíð.

Upplýsingar um tækið.

Nustep T5XR sitjandi fjölþjálfi (cross trainer). Gefur mjúka og eðlilega hreyfingu, með lágmarksálagi á liði. Góð þol- og styrktarþjálfun fyrir mjög breiðan hóp notenda. Öruggt og þægilegt sæti með örmum sem auðvelt er að lyfta frá. Öryggisbelti. Sæti er hægt að snúa 360° og renna fram og aftur og er það í hjólastólahæð. Hægt að halla baki um 12°. Auðvelt aðgengi er inn í tækið. Fótpedalar með öruggum festingum fyrir fætur, þeir eru með stillanlegt ökklahorn og hægt að hafa pedala hreyfanlega. Skjár er einfaldur og auðvelt að lesa af honum, er með 13 þjálfunarprógrömmum. Einfalt að stilla arma (lengd) og einnig snúningi á gripi (40°). Hentar einstaklingum frá 137 - 200 cm háum og allt að 270 kg. Þjálfunarálag 0-1400 Wött. Mælir hjartslátt með því að tengjast Polar hjartsláttarmæli.

Þorgeir Runólfsson fyrrum félagi okkar og fyrsti framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar

Þorgeir Runólfsson fyrrum félagi klúbbsins og fyrsti framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar.

Lorens Rafn Formaður LKL. Muninn að afhenda framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar Kristjáni Sigurðssyni gjafabréf  vegna fjölþjálfans

Lorens Rafn formaður Lionsklúbbsins afhendir framkvæmdastjóra Sunnuhlíðar Kristjáni Sigurðssyni gjafabréf vegna fjölþjálfans.

Félagar úr Lionsklúbbnum Muninn

Félagar úr Lionsklúbbnum Muninn.

Með kveðju

Daniel G. Björnsson

blaðafulltrúi

LKL. Muninn